Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Page 18
mánaðar laun og var haft mið af 1. mgr. 25. gr. hjúalaga nr. 22/1928, sem hljóðar svo: „Ef hjú, án þess að sjúkleiki eða önnur lögleg forföll tálmi, eða fyrir hendi séu ástæður, er heimili því að rifta vist- arráðunum, kemur ekki í vistina á ákveðnum tíma, svo að því er synjað viðtöku eða kemur alls ekki, skal það greiða húsbónda bætur, sem svarar til helmings áskilins kaups fyrir umsaminn vistartíma. Ef hjú gengur ólöglega úr vistinni, greiði það sömu bætur, miðað við vistartímann, sem eftir er.“ Hér má og benda á sérregluna í 51. gr. sjómannalaga nr. 67/1963, sbr. og dóm hæstaréttar 1970, bls. 326. I þessu sambandi má minna á 1. nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups, en í 1. gr. laganna er lagt bann við því, að kaup sé greitt með skulda- jöfnuði, nema svo hafi áður verið sérstaklega umsamið. Vinnuveit- andinn verður því að greiða kaupið, þótt hann kunni að eiga inni hjá launþega skaðabætur vegna ólöglegrar uppsagnar. VIII. Skilorðsbundin uppsögn. Ég ætla að minnast hér örfáum orðum á svokölluðu skilorðsbundnu uppsagnirnar. Ég hefi séð uppsögn frá launþega, þar sem tilkynnt var, ef aðstæður á vinnustað yrðu bættar að því marki, sem til var tínt í uppsagnarbréfinu fyrir ákveðinn tíma, myndi uppsögnin dregin til baka. Vinnuveitandi gæti sagt upp launþega, en tekið fram, ef hann bætti ráð sitt, myndi uppsögnin dregin til baka. Allar slíkar skilyrtar uppsagnir eru löglegar, enda felst aðeins í þeim fræðsla um ástæður fyrir uppsögn. Séu hins vegar sett fram skilyrði, sem gagnaðilinn hef- ir ekki á valdi sínu að bæta úr, er venjulega talið, að slík uppsögn sé ógild, að áliti danskra fi’æðimanna. Dæmi: Launþegi getur ekki gert það að skilyrði fyrir gildi uppsagnar, að hann fái betra stai'f á upp- sagnai’frestinum. Vinnuveitandi getur ekki bundið uppsögn því skil- yrði, að uppsögnin sé ógild, ef hann fær ákveðið verkefni, sem gerir honum kleift og nauðsynlegt að halda í launþegann. IX. Niðurstaða. Ég vil að lokum di’aga saman inntak þess, sem í’akið hefir verið í erindi þessu og ég tel, að sé eðlilegui’, sjálfságður og löglegur háttur í samskiptum launþega og vinnuveitanda við slit á vinnusamningi: 1. Vinnuveitandi á að veita launþega aðvörun um að bæta ráð sitt, ef vani’æksla í stai'fi á að ráða uppsögn. Einnig mætti hugsa sér, að launþegi aðvai'aði vinnuveitanda, ef mál væri þannig vaxið. 2. Uppsögn skal vera skrifleg. 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.