Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Side 6

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Side 6
t ÁKI JAKOBSSON Merkur maður úr lögfræðingastétt, Áki Jak- obsson fyrrverandi ráðherra, andaðist skyndi- lega mitt í önn starfsdags síns þann 11. sept- ember s.l. — Með honum er genginn svipmikill og litríkur maður, maður stórra örlaga og mik- illa sviptinga í íslenskum þjóðmálum um ára- tuga skeið. — Hann var lengst af á starfsferli sínum umdeildur maður, sem fór sínar eigin leiðir í lífi sínu og starfi. Efast ég ekki um, að hann hafi jafnan fylgt fast fram því, sem sam- viska hans og sannfæring bauð honum hverju sinni. Af þeim sökum stóðu oft á tíðum um hann miklir stormar, og fór því fjarri, að því er virtist, að hann forðaðist slíkt og að það væri honum nokkuð á móti skapi að standa áveðurs, þar sem mikilla og afdrifaríkra atburða var að vænta. — Hann var stórhuga hugsjónamaður, til þess búinn, á hvaða vett- vangi sem var, að fylgja fram af festu því, sem hann taldi sannara reynast, og var baráttufús og baráttuglaður, ef því var að skipta. — Galt hann þess oft í ríkum mæli að fara ekki troðnar slóðir og að hann fetaði sig ekki áfram eftir þeim brautum, þar sem við blasti áframhaldandi frami og tvímælalaust veraldargengi, eins og við nefnum það í daglegu tali. Áki Hermann Jakobsson, eins og hann hét fullu nafni, var í báðar ættir kominn af athafna- og hugsjónamönnum, sonur hjónanna Jóns Ármanns, síð- ast bókhaldara í Reykjavík, Jakobssonar Hálfdánarsonar, sem var á sínum tíma einn af kunnustu forvígismönnum samvinnuhreyfingarinnar hér á iandi — og Valgerðar Pétursdóttur, útvegsbónda í Ánanaustum í Reykjavík. Áki fæddist 1. júlí 1911 í Húsavík. Var hann að nokkru leyti alinn upp i Vestur- heimi og bar til síðustu stundar nokkurt svipmót heimsborgarans í hugs- unarhætti og fasi. — Hann var prýðilega vel greindur, víðlesinn og fróður og jafnan hress í anda og glaður og hlýlegur í viðmóti á hverju sem gekk. Skap- laus var hann þó ekki, og hljóp honum oft kapp í kinn, er andstöðu var að mæta og e. t. v. ekki síst, ef honum fannst sem við ofurefli væri að etja. Ég kynntist Áka Jakobssyni ekki fyrr en hann var kominn á miðjan aldur, en ég nokkru yngri og þá við þær aðstæður, að við buðum okkur báðir fram í Alþingiskosningum í fyrra skiptið af tveimur, sem við áttumst við á þeim vettvangi. — Þá hafði Áki sagt sig úr lögum við sinn fyrri stjórnmálaflokk, sem mörgum kom á óvart, en fyrir þann flokk hafði hann þá verið kjörinn til setu á Alþingi í 4 kjörtímabil samfleytt og gegnt ráðherrastörfum fyrir flokk- inn í 2—3 ár. — Þótti því mörgum kynlegt, er Áki sagði einn góðan veðurdag skilið við fyrri samherja sína, sagði þeim óspart til syndanna í ræðu og riti, eftir því sem hugur hans og sannfæring bauð honum, og bauð sig nokkru 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.