Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 29
Ávíð
oií dreif
ENDURSKOÐUN HINNA NORRÆNU
KAUPALAGA OG SAMNINGALÁGA
Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar hafa nú um 13 ára skeið haft með sér
samstarf um endurskoðun laga um lausafjárkaup og a. m. k. meðal Dana og
Svía eru einnig uppi ráðagerðir um breytingar á samningalögum. Endurskoðun
hinna íslensku kaupalaga og samningalaga hefur ekki verið til umræðu enn
sem komið er, en fróðlegt ætti að vera fyrir íslenska lögfræðinga að fá fregnir
af norrænum hugmyndum og nýmælum á þessu sviði.
Við endurskoðun kaupalaganna telja hinar norrænu kaupalaganefndir, að
rétt sé að byggja í megindráttum á efni og efnisskipan núgildandi kaupalaga,
en hins vegar hafa þær leitast við að samræma ákvæði laganna ýmsum þátt-
um í viðskiptalífi nútímans, sem höfundar hinna norrænu kaupalaga gátu eigi
haft mið af við samningu laganna á sínum tíma. Einnig hefur verið höfð
nokkur hliðsjón af nýlegri kaupalöggjöf meðal ýmissa þjóða og einnig af
ýmsum ákvæðum í Haagsáttmálum frá 1964 um kaupsamninga í milliríkja-
viðskiptum og um alþjóðleg kaupalög. Árið 1973 lagði finnska kaupalaga-
nefndin fram drög að frumvarpi að endurskoðuðum kaupalögum ásamt ítar-
legri greinargerð. Frumvarp þetta hefur þó enn eigi orðið að lögum og ekki
er heldur alger samstaða meðal hinna dönsku, norsku og sænsku kaupalaga-
nefnda um efni þess, en álitsgerða og frumvarpsdraga frá nefndum þessum
mun nú að vænta áður en langt um líður.
Upphaflega var ekki ráð fyrir því gert, að við endurskoðun hinna norrænu
kaupalaga yrði lögð sérstök áhersla á sjónarmið um neytendavernd, en fyrir
fáum árum ákváðu sænsk og norsk yfirvöld, að sjónarmið varðandi „neyt-
endakaup", svokölluð, skyldu ganga fyrir varðandi endurskoðunina. Gáfu
síðan sænsku og norsku kaupalaganefndirnar út álitsgerðir, þar sem ályktað
var, að miðað við þá þróun, sem orðið hefði í viðskiptatækni og verslunar-
háttum síðan kaupalögin voru sett, gætu ákvæði gildandi kaupalaga eigi talist
veita neytendum nægilega vernd varðandi kaup á almennum neysluvörum.
Sömdu nefndirnar hvor í sínu lagi frumvörp að lagaákvæðum um „neytenda-
kaup“, er dómsmálaráðuneyti viðkomandi landa endurskoðuðu síðan og
sem að lokum voru samþykkt sem lög í báðum löndunum. Eru sænsku lögin
(„konsumentköplag") frá 7. desember 1973 og gengu í gildi 1. janúar 1974,
en norsku lögin („... om endringer i kjopsloven ... særlig med sikte pá for-
brukervern“) eru frá 14. júní 1974 og gengu þau í gildi 1. janúar 1975. Margt
er líkt með hinum norsku og sænsku lögum um „neytendakaup", — einkum
123