Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Page 21
kauptún, önnur taka til landsins alls. Sem dærni hins síðargreinda má nefna Bakarasveinafélag Islands og Hið íslenska prentarafélag. Það er mjög algengt að verkalýðsfélag bindi starfsemi sína við eitt sveitar- félag, einkum þegar um er að ræða kauptún eða kaupstað. Þó má benda á veigamiklar undantekningar frá þessari reglu, svo sem Verkalýðsfé- lagið Einingu á Akureyri, sem einnig tekur til Dalvíkur og Ólafsfjarð- ar. Verslunarmannafélög og vörubílstjórafélög miða félagssvæði sin aðallega við sýslur. Þá er þess að geta, að verkalýðsfélögin í Reykjavík hafa fyrir löngu fært út kvíarnar og'láta félagssvæðið einnig ná yfir Seltjarnarnes, Kópavog og Mosfellssveit. Áður fyrr voru til verkalýðs- félög, sem höfðu einungis einn sveitahrepp að starfssvæði, en þau eru nú úr sögunni. Ríkjandi stefna er að stækka félagssvæðin, en sú stefna hefur sætt nokkrum andbyr í kaupstöðum og kauptúnum úti um lands- byggðina, þar sem menn eru tregir til að veita sveitafólkinu vinnu- og félagsréttindi við sjávarsíðuna. Margir sveitahreppar á landinu eru þvi utan félagsmarka hinna almennu verkamannafélaga. Ekkert félag inn- an ASÍ hefur landsfjórðung eða kjördæmi að félagssvæði. Félágssvæði má aldrei vera minna en eitt sveitarfélag, sbr. 2. gr. laga um stéttar- félög og vinnudeilur nr. 8 frá 1938. B. Skipan félagsmanna innan verkalýðsfélaganna má skoða út frá mörgum sj ónarmiðum, t. d. hvort í einu og sama félagi eru bæði karlar og konur, faglært fólk og ófaglært, fólk í mismunandi atvinnugreinum o. s. frv. Lítum fyrst á verkakvennafélögin, en þar geta konur einar orðið félagar. Nú eru einungis starfandi fimm verkakvennafélög á öllu land- Jón Þorsteinsson lauk lagaprófi 1949, varð hdl. 1950 og hrl. 1973. Hann var lögmaður á Akur- eyri 1949—1955 og starfsmaður ASÍ 1955— 1960. Síðan hefur hann rekið málflutningsskrif- stofu í Reykjavík. Hann var alþingismaður 1959 —1971 fyrir Alþýðuflokkinn. Hann er meðal þekktustu skákmanna hér á landi. — Hér er birt erindi, sem Jón flutti á vinnuréttarnám- skeiði Lögfræðingafélagsins t maí 1974. Önnur erindi, er þá voru flutt, voru prentuð í 2. og 3. hefti TL 1974, tvö eru birt í þessu hefti, en eitt er enn óbirt. Verður það væntanlega prentað síðar. Minna má á, að erindi Barða Friðriks- sonar hrl. um Vinnuveitendasambandið er að finna í 3. hefti 1974. 115

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.