Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 14
einni viku fyrir undirmenn á fiskiskipum og upp í 12 mánuði fyrir
bankastjóra Landsbankans og Útvegsbankans, og ennfremur á þeim
sviðum, sem kjarasamningar taka til, eða frá einni viku upp í þrjá
mánuði. Hér er komið að eftirtektarverðu atriði. Fjölmennar stéttir,
svo sem t.d. prentarar, hafa aðeins einnar viku uppsagnarfrest í kjara-
samningum sínum. 1 7. gr. 1. nr. 16/1958 segir svo: „Ákvæði samnings
milli atvinnurekenda og launþega, sem brjóta í bág við lög þessi, eru
ógild, ef þau rýra rétt launþegans.“ Prentari, sem hefir starfað árum
saman hjá sömu prentsmiðjunni, á skv. kjarasamningi sínum, aðeins
einnar viku uppsagnarfrest, en hann kemst hiklaust undir 1. nr. 16/
1958 og nýtur verndar ákvæðisins í 7. gr. laganna og á því rétt á eins
mánaðar uppsagnarfresti. Þarna er mikið bil á milli þess, sem liinar
ýmsu stéttir semja og laganna. Spurning er, hvort fyrirsvarsmenn
hinna ýmsu stéttarfélaga hafi áttað sig á því, að samningsákvæði
um uppsagnarfrest geti riðið í bág við 7. gr. 1. nr. 16/1958. Ég vil
og hér minna á lög nr. 9/1974 um starfskjör launþega o.fl., en í 1.
gr. þessara laga segir, að laun og önnur starfskjör, sem aðildarsam-
tök vinnumarkaðarins semja um, skuli vera lágmarkskjör fyrir alla
launþega í viðkomandi starfsgrein á því svæði, sem samningurinn tek-
ur til. Samningar um lakari kjör eru ógildir. Þessi lög geta haft áhrif
í sambandi við ágreining um uppsagnarfrest. Það er vissulega slæmt,
að ósamræmi skuli ríkja milli laga og kjarasamninga um uppsagnar-
frestinn. Slíkt býður heim misskilningi, er leiðir til ágreinings, sem
svo getur leitt til málaferla, er komast mætti hjá, ef reglur væru ljós-
ari og meira samræmdar.
Það má segja með dálitlu sanni, að nokkur glundroði ríki varðandi
uppságnarfrestinn samkvæmt hinum ýmsu kjarasamningum stéttar-
félaganna. Svo að ég víki enn að launþeganum, sem ég minntist á
hér í upphafi, þá stefndi ég á 3 mánaða uppsagnarfrest handa honum.
Eftir að hafa kannað kjarasamninga stéttarfélaganna og lagt hin
mismunandi ákvæði þeirra um uppsagnarfrestinn fyrir lögmann
vinnuveitandans, hafði ég ekki þokast nær því að sannfæra lögmann-
inn um það, að launþeginn ætti rétt á 3 mánaða uppsagnarfresti.
IV. Úrlausnir dómstóla um uppsagnarfrest.
Ég varð því að leita fyrir mér í dómasafni hæstaréttar og vakti það
í fyrstu furðu mína, hversu margir dómar hafa gengið í hæstarétti í
málum út af uppsögnum og uppsagnarfresti. Við nánari athugun sá
ég þó, að þetta var ekki svo óeðlilegt, þegar horft var til þess, hversu
108