Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 5
í þriSja lagi ætti það að heyra til hreinna undantekninga, og einungis í
neyðartilvikum, að dómsforsendur hnjóði í lögmenn, beint eða óbeint, vegna
reksturs máls. Dómara má vera það Ijóst, að lögmaður stendur frammi fyrir
skjólstæðingi sínum að málarekstri loknum, með dóminn í höndunum. Harðir
frávísunarlagakrókar eru skjólstæðingnum óskiljanlegir. Málalokin skapa
andúð hjá honum á sjálfu dómsmálakerfinu og handhöfum þess. Sama er
um beinar aðfinnslur dómsforsendna til lögmanns. Þær þurfa að vera vel rök-
studdar og þörfin augljós. Frávísunardómar ættu í raun og veru ávallt að
fela í sér ábendingu um, hvaða breyting á formi eða efnismeðferð gæti leitt
til efnisdóms. Þá eru vinnubrögðin jákvæð.
Ég vil að lokum leggja á það áherslu í þessu sambandi hve mikils virði
það er, að lögmenn tali um dómstóla og dómarar við skjólstæðinga sína með
fullri virðingu. Það er jafn áríðandi fyrir alla aðila, og ekki hvað síst lög-
mennina sjálfa. Ég tel í þessu sambandi miður farið, að jafn þekktur maður,
lögfræðilega menntaður, og Einar Ágústsson, núverandi utanríkisráðherra,
skyldi í umræðum á Alþingi nýlega, hljóðvörpuðum og sjónvörpuðum, kveða
svo að orði m. a.: ,,Hinn margnefndi og illræmdi Haagdómstóll", og átti þar
við Alþjóðadómstólinn í Haag.
Páll S. Pálsson
99