Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 15
reglur um uppsagnarfresti eru mismunandi og raunar hversu lög- gjafinn hefir lítið látið sig þetta atriði skipta. Dómarnir í dómasafni hæstaréttar, sem ég athugaði, voru um 70. Sá fyrsti 1929 og sá síðasti 1973.1) Ég hefi þá yfirleitt sleppt dómum í málum ríkisstarfsmanna, þar eð sérstakar reglur gilda um þá. Þeim verður ekki sagt upp svo sem kunnugt er, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi, sbr. 4. gr. 1. nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins.2) Dómarnir sýna, að hæstiréttur hefir talið eðlilegt, að uppsagnarfrestur mánaðai’kaupsmanna sé 3 mánuðir. Eldri dóm- ar sýna þó á stundum eins mánaðar uppsagnarfrest. Það væri allt of langt mál að reifa þessa dóma. Margir varða uppsagnarfrest sjó- manna. Samkvæmt sjómannalögunum eru reglurnar all ljósar. Margir dómanna varða verslunar- og skrifstofufólk. Þar er alltaf dæmdur 3 mánaða uppsagnarfrestur. Sjá t.d. Hrd. 1961/868, 1968/376 og 1973/521. Lækni dæmdur 3 mánaða uppsagnarfrestur, Hrd. 1972/821. Verkstjóri í frystihúsi talinn eiga 3 mánaða uppsagnarfrest, Hrd. 1969/5. Klinikdama hjá tannlækni fékk dæmdan ly2 mánuð, Hrd. 1968/1324. I þessu máli var tekið mið af ákvæðum um uppsagnar- frest í kjarasamningum starfsfólks á sjúkrahúsum. Það virðist vera svo, bæði hjá löggjafanum og dómstólum, að þeim mun hærra sem starfið er metið til launa, þeim mun lengri er uppsagnarfresturinn. Eftir könnun mína á dómum hæstaréttar þóttist ég og lögmaður vinnuveitanda í máli launþegans okkar vera sannfærðir um það, að dómur mundi dæma honum 3 mánaða uppsagnarfrest og tókust sætt- ir um afgreiðslu málsins á þeim grundvelli. V. Compensatio lucri cum damno. 1 máli launþegans var þó eitt atriði eftir, sem huga þurfti að: Hann hafði fengið starf einum mánuði eftir uppsögn, sem um laun var ámóta. Við urðum sammála um það lögmennirnir, að það væri viðurkennd regla íslensks réttar og marg iðkuð af dómstólum, að menn yrðu að sæta frádrætti á launakröfu vegna ólögmætrar uppsagnar, ef þeir hefðu atvinnutekjur annars staðar frá á uppsagnarfrestinum. Því urðu lykt- ir máls launþegans okkar, að samið var um eins mánaðar laun til hans í skaðabætur.3) 1) Það athugist, að fyrirlestur þessi var fluttur í maí 1974. 2) Sjá þó dóm Hrd. 1974/1170. 3) Sjá Dansk Funktionærret eftir H. G. Carlsen, Kaupmannahöfn 1963, bls. 175. 109

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.