Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Side 26
V. Alþýðusamband Islands Alþýðusamband íslands er samkvæmt lögum sínum heildarsamtök stéttasamtaka launafólks. Hlutverk sambandsins er að hafa forystu í stéttabaráttu og félagsstarfsemi alþýðunnar á Islandi með því meðal annars að móta og samræma heildarstefnu samtakanna í launa- og kjaramálum. 1 lögum Alþýðusambands Islands er markmiði sambands- ins lýst svo í höfuðatriðum: a. Að vinna að því, að aðildarsamtökunum sé stjórnað eftir sam- eiginlegum reglum með það að markmiði að efla starf þeirra til að bæta kjör launafólks og samræma hagsmuni þess í efnahags- legu, félagslegu og menningarlegu tilliti. b. Að veita aðildarsamtökum hvers konar styrk og aðstoð. c. Að beita sér fyrir því, að launafólk sé skipulagt í verkalýðsfélög- um og að félögin séu aðilar að landssamböndum innan ASl. d. Að gangast fyrir gagnkvæmum stuðningi stéttarfélaga og lands- sambanda hvert við annað í verkföllum og deilum um kaup og kjör. e. Að beita sér fyrir aukinni fræðslu almennings í félagsmálum, efla samvinnuhreyfinguna, og vinna að því að koma fram löggjöf um hagsmuna- og menningarmál alþýðunnar. f. Að taka þátt í samstarfi hinnar alþjóðlegu verkalýðshrevfingar og stuðla að einingu hennar. Alþýðusambandið er byggt upp af verkalýðsfélögum og landssam- böndum. Á hinn bóginn eru fulltrúaráðin og fjórðungssamböndin eins konar hliðargreinar í skipulaginu. Einstök verkalýðsfélög, sem eru ut- an landssambandanna, eiga beina aðild að ASÍ. Getur þar verið um tvenns konar verkalýðsfélög að ræða. Annars vegar félög, sem ekki eiga heima í neinu þeirra landssambanda, er stofnuð hafa verið svo sem Hið íslenska prentarafélag, Bakarasveinafélag Islands og Flug- frejrjufélag Islands. Hins vegar félög, sem eiga heima í landssambandi, en hafa ekki gerst aðilar að því. Verkalýðsfélögin, sem eiga beina aðild að ASl, kjósa fulltrúa á þing sambandsins. En það gera líka mörg önnur verkalýðsfélög. Landssamböndin kjósa ekki fulltrúa á ASl-þing heldur verkalýðsfélögin innan þeirra hvert fyrir sig. Þetta er að minnsta kosti aðalreglan. Það eru einungis tvö landssambönd, sem hafa kosið fulltrúa beint á ASl-þing, en þá kjósa hin einstöku félög innan þeirra að sjálfsögðu ekki. Þetta eru Landssamband vörubifreiðastjóra og Sjómannasamband Islands. Méginverkefni Alþýðusambandsins er vitanlega allsherjarforysta í baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir bættum kjörum, leiðsögn henn- 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.