Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Page 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Page 5
TIMAHIT-w 4. HEFTI 29. ÁRGANGUR DESEMBER 1979 BAGALEG ÓVISSA Vaxtaákvörðun í dómi Hæstaréttar 13. nóvember s.l. í svokölluðu Nichimen- máli hefur orðið tilefni opinberrar umræðu, sem er þess virði, að lögfræðingar, og alþingismenn og aðrir laga- og reglugerðasmiðir gefi henni gaum. í máli þessu var krafist greiðslu í dollurum á andvirði síldarnótar. Þá var krafist 2% dráttarvaxta á mánuði. í dómi Hæstaréttar var stefndu gert að greiða tiltekna fjárhæð, er tilgreind var í dollurum, ásamt vöxtum, sem ákveðnir voru í samræmi við þessi ummæli í forsendum dómsins: „Samkvæmt langri dóm- venju skulu vanskilavextir af kröfum vegna lausafjárkaupa reiknast hinir sömu og innlánsvextir innlánsstofnana af almennum sparisjóðsbókum. Hefur þessi regla einnig verið látin gilda, þótt greiðslu skuli inna af hendi miðað við er- lenda mynt.“ Ágreiningur var meðal dómenda um það, hvort rétt væri að dæma sömu vexti af kröfum í erlendri mynt og af kröfum í íslenskum krónum, en niður- staðan varð sú, eins og fram er komið, að fyrri kosturinn var valinn. Því er ekki að leyna, að nokkur rétiaróvissa er um vexti, og verður það vafa- efni áleitnara, er verðbólgan magnast. Er þess fyrst að gæta, að í 13. gr. laga um Seðlabanka íslands nr. 10/1961 segir: „Seðlabankinn hefur rétt til að ákveða hámark og lágmark vaxta, sem innlánsstofnanir mega reikna af innlánum og útlánum. Nær þetta vald einnig til að ákveða hámarksvexti samkvæmt lögum nr. 58 1960 Með lögum nr. 71/1965 var gerð breyt- ing á ,,okurlögunum“ nr. 58/1960. Segir nú í 5. g:. þeirra, að dáttarvextir fari eftir ákvörðunum Seðlabankans skv. 13. gr. laga nr. 10/1961. Önnur lagaákvæði koma hér vart til skoðunar, þó að ekki hafi verið afnumin ýmis önnur vextaákvæði t.d. í 38. gr. kaupalaganna um 5% og 6% ársvexti. Þó má minna á, að nú ber bankastjórn Seðlabankans að hafa að leiðarljósi 6. og 7. kafla laga nr. 13/1979 um stjórn efnahagsmála o. fl. Af því, sem hér hefur verið sagt um lagaákvæði, er Ijóst, að valdið til að setja reglur um vexti hefur verið framselt Seðlabankanum. Bankastjórnin hefur þó ekki séð ástæðu til að birta alrr.ennar regiur um vexti. Virðist hafa verlð talið, að nóg væri, að frá bankanum kæmu reglur um vexti á þeim sviðum, sem mestu skipta fyrir lánamarkaðinn í landinu. Þetta hefur stundum reynst bagalegt, og hefur dóm- 161

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.