Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 58
uppi að ofnýta eða jafnvel eyða fiskstofnum, sem þar að auki kunna að mestu leyti að vera komnir úr lögsögu annars ríkis? Slík hefur verið þróun þj óðaréttarins á undanförnum áratugum að eyðing sam- eiginlegrar auðlindar á úthafinu myndi án nokkurs vafa vera talin þjóðréttarbrot og því með öllu óheimil í dag. Hér væri með öðrum orðum brotið gegn grundvallarreglum alþjóðalaga, sem m.a. er að finna í Genfarsamningnum um hafið frá 1958. Þar að auki ber svo vel við, að í uppkastinu að hafréttarsáttmála er að finna ýmis ákvæði, sem koma eiga í veg fyrir að unnt verði að ofveiða fiskistofnana utan 200 mílnanna. Þau ákvæði eiga tvímæla- laust við loðnuveiðar Norðmanna á Jan Mayen-svæðinu. I 63. gr. er fjallað um vernd stofna, sem ganga út úr 200 mílna efnahagslögsögunni. Þar segir orðrétt: „Þegar sama stofninn eða skylda stofna er að finna bæði innan efnahagslögsögunnar og utan hennar eða á aðliggjandi svæðum, skal strandríkið og ríki, sem veiðar stunda þar, freista þess að ná samningum um aðgerðir, sem nauðsyn- legar eru til verndar þessum stofnum utan efnahagslögsögunnar, annað hvort sjálft eða með aðstoð svæðastofnana.“ 1 116. gr. er fjallað um heimild ríkja til þess að stunda veiðar á úthafinu. Þar segir að öllum ríkjum sé það leyfilegt, en þó með þeim mikilvæga fyrirvara að þau virði að fullu hagsmuni strandríkja og m.a. ákvæðið í 63. gr. uppkastsins, sem rakið var hér að framan. Enn segir í 118. gr., að ríki, sem veiða sömu stofnana eða samsvar- andi stofna á sama úthafssvæðinu, skuli taka upp samninga til þess að vernda þá fiskistofna, sem í hlut eiga. I þessu sambandi má loks minnast á ákvæði 64. greinar, sem fjallar um svonefnda flökkufiska. Þar segir að strandríkið og önnur ríki, sem tilteknar flökkufiskategundir veiði, bæði innan og utan efnahágslög- sögunnar, skuli í samvinnu tryggja vernd þeirra og skynsamlegustu nýtingu innan sem utan 200 mílnanna. Tilgreindar eru 16 tegundir flökkufiska. Loðna er ekki þar á meðal, þótt til þess sýnist full ástæða og þyrfti því að bæta henni á þennan lista. Að því er varðar laxfiska fer heimaland þeirra með víðtæka verndarlögsögu yfir slíkum stofn- um, þótt þeir gangi út úr 200 mílna lögsögunni. Af því sem að framan er greint má sjá að bæði samkvæmt grund- vallarreglum þjóðaréttar og uppkastinu að nýjum hafréttarsáttmála hefur Island rétt til fiskverndaraðgerða utan efnahagslögsögunnar, hvort sem þær beinast að stofnum, sem Norðmenn veiða eða aðrar þjóðir. Og jafnframt, að á Norðmönnum, sem öðrum þjóðum hvílir sú lagaskylda að takmarka veiðar sínar á stofnum, sem ganga út úr 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.