Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Síða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Síða 62
og Bandaríkjunum. Kom og fram, að stjórnin hafði sent dómsmálaráðuneyt- inu erindi um símenntun dómara, starfsleyfi og starfsþjálfun, aukinn sveigj- anleik í störfum þeirra og greiðari tilfærslu milli embætta og milli dómstóla og stjórnarráðs. Þá greindi hann frá ferð 8 dómara á vegum félagsins í náms- og kynnisferð til Bandaríkjanna nú í haust. Tveir almennir fundir voru haldnir og sá þriðji í samvinnu við Lögfræðingafélag íslands. Upphafsfundinn sátu sem gestir þeir Vilmundur Gylfason dómsmálaráð- herra, ráðuneytisstjórarnir Baldur Möller og Höskuldur Jónsson ásamt ýmsum embættismönnum stjórnarráðs, og Þorsteinn Júlíusson, hrl., formaður Lög- mannafélags íslands. Dómsmálaráðherra flutti ræðu, sem vakti upp töluverðar umræður síðar á fundinum, en helstu atriða hennar var getið í fréttatíma útvarps um kvöldið og daginn eftir birtist hún í heild í dagblöðum. Að loknum eiginlegum aðalfundarstörfum seinni daginn flutti Björn Þ. Guð- mundsson prófessor erindi um ókeypis lögfræðiaðstoð við almenning. Fóru fram umræður að loknu máli Björns, sem að endingu svaraði ýmsum fyrir- spurnum og ábendingum. Fundinn sóttu dómarar hvaðanæva að af landinu og fjölluðu þeir um hin ýmsu hagsmuna- og sérmál dómarastéttarinnar. Dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari var endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Jón isberg sýslumaður, varaformaður, Ólafur Stefán Sigurðsson héraðsdómari, ritari, Jón Eysteinsson bæjarfógeti, gjaldkeri, og Hrafn Braga- son borgardómari, meðstjórnandi. í beinum tengslum við aðalfundinn gekkst félagið fyrir námsstefnu um „Stjórnun og rekstur dómsembætta“ á vegum Stjórnunarfélags íslands. Fór hún fram á Hótel Sögu 5.—8. nóvember s.l., og sóttu hana liðlega 40 félags- menn. Viðfangsefnið var brotið niður í smærri umræðuefni, og voru fram- sögumenn rekstrarhagfræðingarnir Hannes Kristján Árnason, Stefán Friðfinns- son, Sigurjón Pétursson og Sigurður R. Helgason, svo og Brynjólfur Sigurðs- son fjárlaga- og hagsýslustjóri o. fl. Fimmtudaginn 8. nóvember varð nám- stefnan hluti aðalfundarins, en þá var fjallað um það, hvernig vinna megi að breytingu á starfsháttum dómstóla í því skyni að auka afköst þeirra og fá fram hraðari meðferð mála. Voru framsögumenn dómararnir Hrafn Bragason og Ólafur St. Sigurðsson, er ræddu málið m.a. í Ijósi reynslu erlendis frá. Á eftir var pallborðsumræða um það, hverju helst sé ábótavant í stjórnun dómaraembætta og hvaða leiðir séu til úrbóta. i þeim tóku þátt Benedikt Blöndal hrl., Bogi Nílsson sýslumaður, Eiríkur Tómasson hdl., Hrafn Braga- son borgardómari, Sigurður R. Helgason rekstrarhagfræðingur og Björn Frið- finnsson forstöðumaður fjármáladeildar Reykjavíkurborgar, er stjórnaði um- ræðum. Ólafur St. Sigurðsson. Sýsjumannaféiagið. Aðalfundur var haldinn dagana, sem dómaraþingið stóð. i stjórn félagsins eru: Böðvar Bragason (formaður), Andrés Valdimars- son, Friðjón Guðröðarson, Jón Eysteinsson oq Pétur Þorsteinsson. Dómarafélag Reykjavíkur. í stjórn eru nú: Már Pétursson (formaður), Jón A. Ólafsson (vara-formaður), Sigurður Sveinsson (ritari), Friðgeir Björnsson (gjaldkeri) og Auður Þorbergsdóttir (meðstjórnandi). 218

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.