Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 39
una. Taldi tjónþoli J bera af þeim sökum hlutlæga ábyrgð á tjóni. því, er af slysinu leiddi. J áfrýjaði héraðsdómi ekki af sinni hálfu og varð hann með því bundirin við að greiða bætur eins og dæmt var í héraðs- dómi. Þess vegna fékkst ekki skorið úr því í Hæstarétti, hvort J væri bótaskyldur eftir hlutlægri reglu. Úrskurður héraðsdóms um þetta er allt að einu svo áhugaverður, að ekki þykir komist hjá því að ræða hann hér. Áður en hann verður gerður að frekara umtalsefni, verður vikið að öðrum dómi frá sama ári. Hrd. 1965, 321. „Sementspokastaflinrí' Verkamaður, sem var í byggingarvinnu hjá smið einum, var sendur ásamt þremur samverkamönnum til að sækja sement í vörugeymslu kaupfélags á Höfn í Hornafirði. Er þeir voru að taka sementssekki úr stafla að tilvísun manns í þjónustu kaupfélags- ins, hrundu sekkir á verkamanninn og slasaðist hann. Höfðaði hann bótamál gegn smiðnum, en stefndi ekki kaupfélaginu. Hér- aðsdómari taldi, að frágangur pokastaflans hefði ekki verið slíkur sem fyrir er mælt í 1. mgr. 24. gr. laga nr. 23/1952 um öryggis- ráðstafanir á vinnustöðum. Þótti dómaranum smiðurinn verða að bera ábyrgð á þeirri áhættu, sem skapaðist fyrir starfsmenn hans við það, að vinnuaðstæður á staðnum, er hann sendi þá á, voru ekki forsvaranlegar, svo og það, að enginn ákveðinn aðili hafði á hendi stjórn verksins. Af þessum ástæðum dæmdi hann smiðinn bótaskyldan. Hins vegar sýknaði Hæstiréttur með þeim orðum, að eigi yrði talið, að smiðurinn „beri ábyrgð á, hvernig hleðslu sementspokanna var varið, né á afgreiðslu varnings í vörugeymslu annars aðilja.“ I héraði er ábyrgð felld á smiðinn vegna sakar þriðja aðila, sem hann ber ekki ábyrgð á eftir reglunni um vinnuveitandaábyrgð. Bóta- grundvöllurinn er því hliðstæður þeim, sem héraðsdómur í máli múrara- nemans (Hrd. 1965, 296) studdist við. Að vísu hvílir bótaskylda smiðsins einnig á öðru atriði, þ.e. að verk- stjórn var ábótavant. Líta má svo á, að skortur á verkstjórn sé að kenna báðum atvinnurekendunum, sem hér koma við sögu. Kaupfé- lagið lét enga verkstjórn í té. Afgreiðslumaðurinn, sem þarna var fyrir, sýnist ekki hafa skipt sér af vinnubrögðum aðkomumannanna, er tóku poka úr staflanum. Telja má eðlilegt, að hann hefði gert það, ekki síst þegar litið er til þess, að staflinn var illa hlaðinn og varhugaverður. Smiðnum má meta það til sakar, að hann fól ekki einhverjum starfs- 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.