Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 19
arefnið verður þó takmarkað við tvenns konar grundvöll bótaskyldu, þ.e. annars vegar bilun eða galla tækis og hins vegar saknæma og ólögmæta hegðun sjálfstæðra framkvæmdaaðila. Þó að hér sé talað um tvenns konar grundvöll bótaskyldu, skal strax tekið fram, að fyrr- nefnd tvö atriði, sem bótaskylda verður reist á, verða ekki alltaf greind sundur að öllu leyti. Ekki verður fjallað um aðrar reglur en þær, sem venjulega eru taldar heyra til skaðabótarétti utan samninga. Skaða- bótareglur í settum lögum verða ekki ræddar sérstaklega. Bótaábyrgð, sem vinnuveitandi ber utan samninga, getur hvílt á ýmsum skaðabótareglum. Hann getur að sjálfsögðu orðið bótaskyldur eftir sakarreglunni, en miklu oftar reynir á regluna um ábyrgð vinnu- veitanda á sök starfsmanna.1 Annars konar bótaábyrgð getur og kom- ið til greina, svo sem ábyrgð vegna sjálfstæðra verktaka, ábyrgð vegna bilunar tækis og almenn hlutlæg rekstrarábyrgð, sem oft er nefnd ábyrgð vegna hættulegs atvinnurekstrar. I íslenskum hæstaréttar- dómum er ekki að finna hrein dæmi um ábyrgð af síðastnefndu tagi. Einungis samkvæmt sakarreglunni er það skilyrði ábyrgðar, að sá, sem sóttur er til greiðslu bóta hafi sjálfur átt sök á tjóni. Samkvæmt hinum reglunum er sök annað hvort ekki skilyrði eða að það nægir til bótaskyldu lögsótts aðila, að sýnt sé fram á sök annarra manna, þ.e. „manna, er hann ber ábyrgð á,“ eins og það er stundum orðað í dómum. Er því oft sagt, að síðarnefndar bótareglur séu víðtækari (eða „strangari") en sakarreglan. Milli reglna skaðabótaréttar um grundvöll bótakröfu eru ekki alltaf jafn skýr mörk og ætla mætti við fyrstu athugun. Kröfur dómstóla til manna um gætilega hegðun eru stundum svo mikiar, að jaðrar við ábyrgð án sakar, sbr. t.d. Hrd. 1968, 1034. Má þá segjá, að beitt sé rýmkaðri sakarreglu. Gætnikröfur eru þó ekki hertar, nema sérstaklega standi á. 1 framkvæmd kemur einnig fyrir, að farið sé út fyrir sakarregluna á annan hátt, þ.e. með því að leggja sönnunarbyrði á þann aðila, sem krafinn er um bætur, í stað þess að láta tjónþola bera hana, eins og venjulegt er. Hefur þetta verið kallað reglan um ætlað gáleysi2 (eða sakarlíkindaregla). Sé síðast- nefndri reglu beitt, er bótaábyrgð í raun allt að því jafnvíðtæk alger- lega hlutlægri ábyrgð (eða hreinni hlutlægri ábyrgð, eins og hún verð- 1 Hér er átt við regluna um ábyrgð vinnuveitanda eða öðru nafni regluna um hús- bóndaábyrgð, sbr. Arnljótur Bjömsson, Tengsl vinnuveitanda og starfsmanns sem skilyrði vinnuveitandaábyrgðar, Tímarit lögfræðinga 1979, bls. 51. 2 Gizur Bergsteinsson, Nokkur sjónarmið í skaðabótarétti, Ulfljótur 1963, bls. 92. 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.