Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 23
gagnvart starfsmanni sínum, ef hann slasast í starfinu vegna bilunar eða galla tækis, er vinnuveitandinn á. Hér á eftir verður orðið tæki notað í allvíðtækri merkingu. Tæki getur því merkt vélar, áhöld, efni og ýmsa aðra muni, þ. á m. hluti, sem tilheyra fasteign.8 Ætla verður, að hlutlæga ábyrgðarreglan eigi því aðeins við, að bilun eða galli sé orsök slyss en gildi almennt ekki um slys af völdum notk- unar tækis.9 Aðrar almennar ályktanir verða naumast dregnar af þess- um dómum. Enginn þeirra sker t.d. úr því, hvort vinnuveitandi sé bótaskyldur án sakar, ef bilun veldur tj óni á munum í eigu starfsmanns vinnuveitanda eða þriðja manns. Ekki hefur heldur verið skorið úr um, hvort vinnuveitandi er einnig skaðabótaskyldur eftir hlutlægri reglu vegna bilunar, sem veldur öðrum en starfsmönnum hans líkams- tjóni, en telja má það afar sennilegt.10 Þá veita mál þessi ekkert svar við því, hvort vinnuveitandi yrði gerður ábyrgur á hlutlægum grunni, er tjón hlýst af bilun í tæki, sem hann notar í rekstri sínum, ef tækið er í eigu annars aðila (vinnuveitandi hefur tækið t.d. að láni eða leigu). Það vekur athygli, að hæstaréttardómarnir um hlutlæga ábyrgð vegna bilunar varða allir tæki eða áhöld, sem í Danmörku og víðar hafa verið flokkuð sem áhættusöm.* 11 Er því ekki vitað, hvort hlutlæg ábyrgðar- regla sökum bilunar eða galla gildir um öll tæki eða hvort hún er ein- skorðuð við tæki, sem hafa í för með sér hættu umfram það, sem geng- ur og gerist um dauða hluti. Það kemur ekki á óvart, að felld er hlutlæg ábyrgð á varnaraðila í þessum dómum. 1 settum lögum eru dæmi um, að gert er ráð fyrir, að tjón af völdum bilunar eða galla tækis leiði til skaðabótaábyrgðar, sbr. 67. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 („enda þótt . . . tjónið verði eigi rakið til bilunar eða galla í tækinu eða ógætni ökumanns.“). Ákvæðið er óbreytt frá 1958, sbr. 67. gr lága nr. 26/1958.12 Þessi orð 67. gr. 8 Sbr. til hliðsjónar skilgreiningu hjá Vinding Kruse, bls. 218. 9 Ath. til hliðsjónar Vinding Kruse, bls. 272. 10 Sbr. t.d. ráðagerð í Hrd. 1971, 1057, héraðsd. bls. 1077. 11 Sbr. t.d. J0rgen Trolle, Risiko & skyld i erstatningspraxis, 2. útg., Khöfn 1969. bls. 370—1. 12 Þegar árið 1941 er í lögum vikið óbeint að bótaábyrgð vegna bilunar, sbr. 1. mgr. 34. gr. bifreiðalaga nr. 23/1941, sem hljóðar svo: „Hljótist slys eða tjón af notkun bifreiðar á mönnum eða mimum, er sá, sem ábyrgð ber á henni, skyldur til að bæta það fé, nema leitt sé í ljós, að slysi eða tjóni hefði ekki orðið afstýrt, þótt bifreiðin hefði verið í lagi og ökumaður sýnt fulia aðgæzlu og varkámi." Þótt ákvæði þetta feli ekki í sér reglu um ábyrgð vegna bilunar (án sakargrundvallar), má álíta það vís- bendingu í þá átt. 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.