Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 10
þessi atriði eru nátengdar hugmyndinni um stjórnarskrár. Segja má, að aðalatriðin séu tvö: Valdskipting til að veita borgurunum vernd gegn ofríki stjórnenda, og mannréttindi. Nánari útfærsla þessa er með nokkuð mismunandi hætti eftir ríkjum, en meginhugmyndirnar eru hinar sömu. Þó að stjórnarskrár eigi sér ekki langa sögu, og mannkynið hafi komist af án þeirra á fyrri tíð, eru þær nátengdar hugmyndum okkar um nútímaríki. Með því einu er þó ekki sagt, að brýn nauðsyn sé til að gjörbreyta stjórnarskránni, þó að nýjar aðstæður skapist. Okkar stjórnarskrá er stutt og það er í sjálfu sér hugsanlegt að láta við það sitja að breyta einstökum ákvæðum hennar um kjördæmaskipun, þing- mannafjölda, kosningaaldur, kjörgengisskilyrði o. fl. Öðrum atriðum má vel hugsa sér að réttarvenja og fordæmi í úrlausnum dómstóla þoki til eftir því, sem knýjandi þarfir skapast. 1 stórum dráttum höfum við farið þannig að til þessa sem fyrr segir og þetta hefir verið við- horfið víða. Stjórnarskráin verður þá hinn virðulegi kjarni laganna, svolítið utanveltu, en traust í sessi, ekki með þeim hætti, að unnt sé að byggja á henni að öllu leyti, torskilin almenningi, en verðugt og áhugavert viðfangsefni fyrir skýringar lögfræðinga. Venjur koma í stað skýrt orðaðra stjórnarskrárákvæða um mörg atriði. Hér á landi er viðurkennt, að venja geti verið heimild í stjórnskipunarrétti. 1 ná- grannalöndum okkar er litið á þetta sömu augum. Hér á landi er þing- ræðisreglan að mestu býggð á venju, og hið sama gildir um þá mikil- vægu reglu, að dómstólar geti synjað að beita lögum, sem þeir telja andstæð stjórnarskránni. Venja hefur einnig gert 41. gr. stjórnarskrár- innar ómerka, en þar segir, að ekkert gjald megi greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Það er því ekki útilokað að spara sér það erfiði að endurskoða stjórn- arskrána frá grunni og valda með því hættu á óróa og erfiðleikum. Það styður slíka niðurstöðu, að miklar stjórnarskrárbreytingar vísa mönn- um inn í tómt hús, ef svo má segja. Við þær getur öll sú reynsla, sem fengist hefur af fyrri ákvæðum, orðið gagnslítil. Þessi reynsla hefur myndað þétt og fíngert reglukerfi, til fyllin'gar orðfáum skráðum ákvæðum. Hverju skráðu orði, sem einhverja raunhæfa þýðingu hefur, fylgir með öðrum orðum langur slóði af reglum byggðum á venju og fordæmum til fyllingar og skýringar, og það er ábyrgðarhluti að slíta þráð sögunnar með nýjum ákvæðum. Það, sem nú hefur verið sagt, eru rök gegn því, að gerðar séu miklar breytingar á stjórnarskránni. Þessi rök eru ekki marklaust hjal, held- ur fela í sér sjónarmið, sem vert er að hafa í huga. Þó tel ég ekki, að 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.