Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Side 28
framleiðanda eða verslun, sem ekki framleiddi hlutinn. 1 hinum þremur dæmunum ber verktaki ábyrgð skv. reglunni um vinnuveitandaábyrgð, en vinnuveitandi slasaða hefur keypt hina „gölluðu" þjónustu af verk- takanum. Telja má jafneðlilegt, að vinnuveitandi beri ábyrgð gagnvart starfsmanni sínum vegna slyss, er hlýst af umræddum vanbúnaði á vinnustað sökum mistaka sjálfstæðs verktaka, sem þar hefur starfað, og slyss, er stafar af mistökum við framleiðslu vinnutækis. 1 raun og veru er sáralítill munur á dæmunum finim. Það sést m.a. af saman- burði á 3. og 4. dæmi. Þau eru í meginatriðum eins, að því frátöldu, að hina seku þriðju menn má telja til tveggja hópa, annars vegar verk- taka og hins végar framleiðanda. Það sama kemur í ljós, þegar litið er á dæmi 1 og 2. Lítill munur er á því hvort ástæðan fyrir bilun lyftu eða tréskilrúms er sú, sem í dæmunum greinir, þ.e. gáleysi viðgerðar- manns (þess, sem setur upp tæki) eða starfsmanns/framleiðanda (t.d. er of veikur burðarvír fylgir lyftu frá framleiðanda eða að svo lélegt efni er notað í skrúfur, að þær fullnægja ekki lágmarkskröfum um styrkleika). I öllum tilfellunum verður slys vegna þess að eitthvað fer úrskeiðis. Tjón hlýst af hlut, sem á að vera í lagi, en er það ekki, af því að einhverjum hefur orðið á gáleysi. Orsök tjóns er með öðrum orðum bilun eða galli. Benda má á eitt atriði, sem greinir 1.—3. dæmi frá 4.—5. dæmi. I hinum fyrrnefndu verða mistökin á vinnustað tjónþola (að vísu e.t.v. löngu áður en slys bar að höndum), en í síðarnefndu dæmunum gerast mistökin á framleiðslustað tækis. Eigi verður séð, að þessi munur á atvikum renni stoðum undir mismunandi meðferð á kröfum tjónþola. Ef eitthvað er, mætti telja það standa vinnuveitanda nær að bera ábyrgð vegna mistaka sem verða af hendi viðsemjanda hans á vinnu- svæði eða í húsakynnum vinnuveitandans en mistökum framleiðanda, sem kann að vera í öðru landi og vinnuveitandi hefur e.t.v. ekki haft nein bein viðskipti við. Munur á dæmum 1—3 og dæmum 4—5 verður jafnvel enn minni, ef forsendum er breytt þannig, að lagt er til grundvallar, að bilun hafi valdið slysi, en í öllum tilvikunum sé ókunnugt um orsök bilunar. Þá myndi væntanlega enginn ágreiningur verða um að leggja hlutlæga ábyrgð á vinnuveitanda, sem jafnframt er eigandi hinna biluðu hluta, í öllum dæmunum. Líka kæmi til greina að beita sakarlíkindareglu og dæma vinnuveitandann bótaskyldan á þeim forsendum, að honum hafi eigi tekist að sanna, að hvorki hann né starfsmenn hans eigi sök á bil- uninni. Af framansögðu sést, að hið eina, sem virðist standa í vegi fyrir því, 184

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.