Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 45
framkvæmd, bæði vegna þess að takmarkatilfelli hljóta að vera tiltölu- lega fá og vegna þess að stundum er unnt að herða gætnikröfur eða slaka á sönnunarkröfum.33 Með því móti má komast hjá því, að spurn- ingin um, hvort tjón verði talið afleiðing bilunar (galla) tækis eða ekki, geti skipt sköpum um málsúrslit. 5. ÓSKIPT ÁBYRGÐ Þegar fleiri en einn aðili eru skaðabótaskyldir vegna slyss, er það almenn regla íslensks réttar, að hinir bótaskyldu beri óskipta (solidar- iska) ábyrgð gagnvart tjónþola. Sú almenna regla gildir vitanlega á því sviöi, sem hér um ræðir, þótt hún hafi ekki verið gerð að umtals- efni hér. Viðfangsefnið hefur aftur á móti einkum beinst að því að gera grein fyrir, hvort einn tiltekinn aðili skuli bera fébótaábyrgð vegna sakar annars aðila. Hefur þá að sjálfsögðu verið undirskilið, að sá maður, sem á sök á tjóni (og eftir atvikum vinnuveitandi hans) er að jafnaði bótaskyldur eftir almennum reglum. Óskipt ábyrgð verður ekki rædd sérstaklega hér og ekki heldur fram- kröfuréttur eins bótaskylds aðila á hendur öðrum aðila, er einnig ber bótaábyrgð. Um það hljóta að gilda almennar reglur skaðabótaréttar. Hins vegar skal athygli vakin á því sjónarmiði de lege ferenda, að ástæða getur vei’ið til að takmarka eða útiloka með öllu rétt tjónþola til að krefja fleiri en einn aðila um bætur, þegar tjónþola er tryggður bótaréttur á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar.34 6, HELSTU NIÐURSTÖÐUR Það sést af því, sem að framan er rakið, að erfitt er að segja með vissu, hvaða reglur gildi um skaðabótaskyldu vinnuveitanda vegna slyss á starfsmanni, sem slasast í vinnu hjá honum beint eða óbeint af völdum saknæmrar og ólögmætrar háttsemi sjálfstæðs þriðja aðila. Tvennu hefur þó verið slegið föstu. I fyrsta lagi, að vinnuveitandi 33 Sbr. það, sem segir í upphafi 1. kafla. 34 Á því sjónarmiði er byggt í norrænum lögum um ábyrgð á tjóni af völdum kjarn- orku, en í þeim er hlutlæg ábyrgð lögð á eiganda kjarnorkuvers, en jafnframt er kveðið svo á, að ábyrgð vegna kjamorkutjóns verði ekki lögð á aðra aðila, sjá Kai Kriiger, Ansvarskanaksering og andre virkemidler i modeme erstatningslovgivning, Jussens venner 1975, X. bindi, bls. 99, Hellner, bls. 138 og Vinding Kruse, bls. 360. Samkvæmt þessu getur sá, sem bíður tjón af kjamorkustarfsemi t.d. ekki beint kröfu sinni að þeim sem lagt hefur til tæki til kjarnorkuvers, hannað það eða smíðað. Bótaábyrgð- inni er beint í einn farveg („kanalisering"), þ.e. hún er felld á eiganda rekstrarins, en þriðju aðilar eru leystir undan ábyrgð. 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.