Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 8
leggja áherslu á verkefni á sama sviði. Til þess liggja skiljanlegar póli- tískar ástæður, og enginn neitar því, að verkefnin, sem sérstaklega eru talin í þingsályktuninni frá 6. maí á fyrra ári, eru mikilvæg. Hins vegar er því miður ástæða til að óttast, að það dragist í önnur 35 ár eða lengur að skoða stjórnarskrána í heild og breyta henni í grundvallaratriðum, ef það verður ekki gert einmitt nú. Stjórnarskrá Islands fjallar ekki um öll þau öfl, sem raunverulega móta stefnuna í þjóðfélaginu, fyrst og fremst vegna þess, að í henni eru ekki reglur um valdsvið og starfshætti stj órnmálaflokka og hags- munasamtaka. Ákvæði hennar um hið eiginlega ríkiskerfi eru einnig úrelt um margt annað en það, sem varðar Alþingi. Til dæmis eru ekki í stjórnarskránni neinar efnisreglur um valdskiptinguna milli ríkis og sveitarfélaga, ákvæði um dómstólana eru gagnslítil og þingræðisreglan kemur ekki skýrt fram. Ef setja ætti í stjórnarskrána ákvæði um þessi atriði, má búast við ágreiningi og erfiðum umræðum, fyrst og fremst um stjórnmálaflokka og hagsmunasamtök. Menn geta deilt urn, hvort ákvæði um þau muni hafa nokkra þýðingu, þótt sett yrðu og um, hvernig þau ættu að vera. Reynslan sýnir, að stjórnmálamenn vilja komast hjá deilum um erfið undirstöðuatriði í stjórnarskránni og verkefni af þessu tagi eru þess vegna of oft lögð til hliðar. Er þá höfð í huga reynslan af tilraunum til að endurskoða íslensku stjórnarskrána og einnig af endurskoðun stjórnlaga Svía á síðustu árum. 1 erindi þessu verður reynt að skýra nauðsyn þess, að þessi verkefni verði könnuð og tillögur gerðar um gagngerðar stjórnarskrárbreytingar. Hins vegar fjallar erindi þetta ekki um kjördæmamálið og kosningar til Alþingis, Þór Vilhjálmsson lauk lagaprófi 1957. Hann varð fulltrúi borgardómarans í Reykjavík 1960, borgardómari 1962, prófessor 1967 og hæsta- réttardómari 1976. Hann hefur verið dómari í mannréttindadómstóli Evrópu frá 1971 og rit- stjóri Tímarits lögfræðinga frá 1973. Hér er birt útvarpserindi, þar sem því er haldið fram, að nauðsyn sé að breyta einmitt nú fleiru í stjórnarskránni en ákvæðum um Alþingiskosn- ingar og kjördæmi. 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.