Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 46
beri hlutlæga ábyrgð vegna slyss, sem starfsmaður hans verður fyrir sökum bilunar (galla) tækis. Skiptir ekki máli, þótt ástand tækisins verði rakið til sakar aðila, sem vinnuveitandinn ber ekki ábyrgð á eftir reglunni um vinnuveitandaábyrgð. 1 öðru lagi, að annars sé aðalregl- an sú, að vinnuveitandi sé ekki bótaskyldur vegna skaðaverka þriðja aðila, þ.e. sjálfstæðs framkvæmdaaðila eða starfsmanna hans. Eigi er þó loku fyrir það skotið, að frá nefndri aðalreglu yrði vikið í einhverj- um sérstökum tilfellum, en ekki verður fullyrt um afstöðu íslenskra dómstóla. Reynslan verður að skera úr því. Að lokum skal stuttlega að því vikið, hvort telja megi gildandi ís- lenskar réttarreglur á þessu sviði hentugar og eðlilegar. Aðalókostur þeirra er sá, að þær eru að sumu leyti óljósar og lausar í reipunum. Eins og sýnt hefur verið fram á, er einkum erfitt að draga glögga og ótvíræða markalínu milli reglunnar um ábyrgð vegna bilunar (galla) tækis og reglunnar um ábyrgðarleysi á skaðaverkum sjálfstæðs fram- kvæmdaaðila. Raunar er ekki víst, að sá munur, sem hér er gerður á þessum tveimur reglum, standist gagnrýni. Auk þess hljóta að koma upp tilfelli, sem erfitt er að fella inn í þann ramma, er hér hefur verið sniðinn um hvora regluna um sig. Nú er það ekkert nýtt í lögfræði, að erfitt sé að móta reglur, sem henta í flestöllum tilvikum, sem þær eiga að spanna yfir. Hins vegar má fullyrða, að ýmsar af þeim spurn- ingum, sem upp koma varðandi ábyrgð vinnuveitanda á sök sjálfstæðs þriðja aðila, eru meðal erfiðustu úrlausnarefna, sem lögfræðingar fást við í sambandi við bótagrundvöll utan sakarreglunnar. Liggur því beint við að spyrja, hvort ekki sé rétt að leysa þennan vanda með lagasetningu. Áreiðanlega væri unnt að setja sæmilega skýrar grundvallarréglur um viss atriði, sem hér um ræðir. Til dæmis mætti lögleiða almenna reglu um hlutlæga ábyrgð vegna bilunar eða galla tækis.35 Slík regla gæti rutt ýmsum vandamálum úr vegi. Ljóst er þó, að hún myndi aðeins veita takmarkaða úrlausn. Samt verður að álíta, að lögfesting hennar myndi verða til bóta. Verður að draga í efa, að sú stefna sé rétt, sem orðið hefur ofan á á þessu sviði annars staðar á Norðurlöndum. Þar hefur ekki verið sett almenn regla um hlutlæga ábyrgð á bilun (galla) tækis. 35 Slíkar reglur eru til á afmörkuðum sviðum, sjá 67. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 2. mgr. 12. gr. laga nr. 59/1976 um fjölbýlishús. Á þingi norrænna lögfræðinga í Reykjavík 1960 lagði Gösta Walin fram tillögu um almenna reglu um hlutlæga ábyrgð vegna bilunar eða galla tækis, sjá Förhandlingarna á det tjugoandra nordiska jurist- mötet i Reykjavík den 11—13 augusti 1960, Khöfn 1963, bls. 186 og bilag VII., bls. 25—6. Sjá ennfremur Vinding Kruse, bls. 271 o. áfr. 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.