Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 22
1 öllum þessum þremur dómum virðist vera um að ræða ábyrgð án nokkurrar sakar. Slík ábyrgð verður hér nefnd hrein hlutlæg ábyrgð til aðgreiningar frá hlutlægri ábyrgð vinnuveitanda á sök annars aðila. Aðrir dómar hafa fallið, þar sem bilun og mistök sýnast lögð að jöfnu sem ábyrgðargrundvöllur. Hrd. 1953, 617. „Þyrill“ Skipaútgerð ríkisins var dæmd bótaskyld vegna skipverja, er fórst, þegar sprenging varð í olíuskipinu Þyrli. Segir Hæstiréttur svo: „Það verður að ætla, að slysið hafi orðið af völdum neista, sem komizt hefur í benzíneiminn í geymi skipsins og hleypt af stað sprengingunni. Má því rekja upptök sprengingarinnar til einhverrar bilunar í tækjum eða mistaka, þótt ekki verði talið sannað, að skipverjar hafi átt sök. Þegar litið er til þessara at- riða svo og til þess, hversu almennt hættulegt það verkefni var, sem skipverjar fengust við, þykir eðlilegt að leggja fébótaábyrgð á slysinu á aðaláfrýjanda.“ Hér er lagt til grundvallar, að annað hvort hafi bilun valdið slysinu eða gáleysi skipverja. Jafnframt er vísað til sjónarmiða um hættuleg- an atvinnurekstur. Staðfestir þessi dómur því ekki, að vinnuveitandi geti borið hlutlæga ábyrgð einvörðungu vegna bilunar.7 Það gera aftur á móti dómarnir þrír, er fyrst voru nefndir og í sömu átt hnígur dóm- urinn í Hrd. 1968, 1271. „Elliheimilið Grund“ Bótaábyrgð var felld á vinnuveitanda slasaða með svofelldum rökstuðningi: „Það virðist hins vegar ljóst, að sprengingin hafi orðið annað hvort vegna bilunar á tækjum eða vegna lélegrar umhirðu. Ber aðaláfrýjandi því fébótaábyrgð ...“. 2.2. Hve víðtæk regla verður leidd af dómunum? 2.2.1. Almennt Af dómum þessum má draga þá ályktun, að það sé almenn regla í íslenskum rétti, að vinnuveitandi beri hreina hlutlæga bótaábyrgð 7 Gizur Bergsteinsson (bls. 104) telur, að í þessum dómi hafi verið beitt „réttarreglu svipaðri þeirri, er 34. gr. laga nr. 23/1941 kvað á um, að viðbættri reglu um mistök í starfa, er eigi verða rakin til tilgreindra starfsmanna, anonym mistök (faute de service).“ 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.