Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Side 4
M er verðugt umhugsunarefni hvort ekki sé tímabært að endurskoða að einhverju leyti laganám á íslandi með tilliti til þeirra öru breytinga sem eiga sér nú stað í samskiptum ríkja í milli einkum í Evrópu. Ekkert er líklegra en þessara breytinga muni gæta í æ ríkara mæli hér á landi. Því má ekki gleyma að fyrr á öldum var stór hluti Evrópu eitt samfellt lagasvæði að kalla og svo gæti aftur orðið á okkar tímum. Enn má nefna að öll samskipti við erlenda lögfræðinga hafa þýðingu á þessu sviði. Þau samskipti eru þó yfirleitt nokkuð dýr en svara væntanlega kostnaði. Það er t.d. þýðingarmikið að norræna lögfræðingamótið er haldið hér á landi í ár. Á þessum mótum eru ætíð tekin til umræðu mörg fróðleg efni af þekktum fræðimönnum. Fyrirlestrarnir eru gefnir út á bók og full ástæða að hvetja menn til þess að eignast hana. Daginn áður en lögfræðingamótið hefst halda norrænir dómarar fund og taka til umræðu endurmenntun dómara. Dómarafélag íslands hefur um nokkurt skeið verið aðili að Alþjóðasambandi dómara og tekið þátt í starfi þess. Að vísu hefur það starf ekki verið kynnt sem skyldi á landi hér en það stendur vonandi til bóta. Dómarafélag Islands hefur skipulagt námsferðir dómara til þó nokkuð margra landa. Lögmannafélag íslands er nýlega orðið aðili að Alþjóðasamtökum lögmanna og hefur einnig efnt til námsferða til starfsbræðra sinna í öðrum löndurn. Fleira af þessu tagi mætti nefna til sögunnar þótt ekki verði það gert hér. Hvað sem þessu öllu líður er sérstök ástæða að hvetja til þess að vakandi auga sé haft með þeim möguleikum sem kunna að vera fyrir hendi eða opnast lögfræðingum til þessað halda við þekkingu sinni ogauka hana. Ber þarekki síst að hafa í huga að allt bendir til þess að sá tími færist óðum nær að íslenskir lögfræðingar verði í æ ríkari mæli að afla sér þekkingar á og laga sig að samevrópskum rétti og lagaheimildum. 82

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.