Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 19
Páll Hreinsson lauk embœltisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands vorið 1988 og hefur verið fulltrúi yfirborgardómarans I Reykjavík frá þeim tíma. Páll hefur verið stundakennari í kröfu- og stjórnarfarsrétti s.l. ár við lagadeild Háskóla íslands. Páll Hreinsson: Getur greiðslubanki verið tékkahafi? EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR 2. DÓMAR 3. SÖGULEGUR AÐDRAGANDI AÐ SETNINGU TÉKKALAGANNA 4. TÉKKAHAFI 5. AFLEIÐING ÞESS AÐ GREIÐSLUBANKI TELST EKKI TÉKKAHAFI 6. ÚRRÆÐI GREIÐSLUBANKA 7. STAÐLAÐIR INNLEGGSSKILMÁLAR BANKA OG SPARISJÓÐA 8. HVENÆR Á INNLAUSN TÉKKA SÉR STAÐ? 9. TÉKKAÁBYRGÐ GREIÐSLUBANKA 10. LOKAORÐ 1. INNGANGUR Á árinu 1988gengu tveirdómar' í tékkamálum á bæjarþingi Reykjavíkur, sem vöktu töluverða athygli fyrir þá sök að í þeim báðum var komist að þeirri niðurstöðu að greiðslubanki2 geti ekki verið tékkahafi þeirra tékka sem gefnir eru út á hendur honum og hann hefur leyst til sín. Nokkrir dómar hafa gengið á sama veg um þetta álitaefni síðan. Hér á eftir fara örstuttar hugleiðingar um lagagrundvöli þessara dóma svo og vangaveltur um nokkrar af þeim fjölmörgu spurningum sem vakna í framhaldi af þeim. 1 Mál nr. 1564/1988 Búnaðarbanki íslands gegn Kreditkortum hf. og mál nr. 15071/1988 Búnaðar- banki ísiands gegn Stokkfiski hf. ofl. : Hugtakið reikningsbanki einnig notað yfir þann banka sem tékki er gefinn út á hendur. Sjá t.d. ábyrgðaryfirlýsingu banka og sparisjóða á tékkum vegna notkunar bankakorta. 97

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.