Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 21
3. SÖGULEGUR AÐDRAGANDI AÐ SETNINGU TÉKKALAGANNA Um leið og Þjóðabandalagið vann að samræmingu á víxillöggjöfinni vann það einnig að því að tékkalög bandalagsþjóðanna yrðu samræmd. Árangurinn varð alþjóðasamþykkt, sem gerð var í Genf 19. mars 1931 og hin Norðurlandaríkin voru aðilar að. Tékkalög þeirra voru síðan samin eftir þessari samþykkt, og íslensku lögin síðan eftir þeim.4 Ein af þeim meginreglum sem lagðar voru til grundvallar við gerð samþykkt- arinnar var, að með notkun tékka væri ekki gengið um of á rétt þeirra stofnana sem höfðu einkarétt til seðlaútgáfu.5 Hins vegar var ósamkomulag um það hversu langt ætti að ganga í þessu efni. Norðurlöndin gengu nokkuð langt að þessu leyti, því að ábendingu danska þjóðbankans var heimild 9. gr. Genfarsátt- málans notuð til þess að taka upp ákvæði í norrænu tékkalögin um bann við útgáfu tékka á hendur útgefanda sjálfum.6 Segja má að skýrast komi framangreind meginregla fram í 3. mgr. 6. gr. tél. þar sem fram kemur fyrrnefnd regla um að greiðslubanka sé óheimilt að gefa tékka út á hendur sjálfum sér og í 3. mgr. 15. gr. en þar er kveðið á um að greiðslubanki megi ekki framselja tékka sem hafa verið gefnir út á hendur honum. Það er einnig ljóst að meginreglan um að greiðslubanka sé óheimilt að samþykkja tékka styður óbeint fyrrnefnda meginreglu.7 4. TÉKKAHAFI Þá vaknar spurningin, hvers vegna greiðslubanki geti ekki verið tékkahafi, því svo mikið er víst að hvergi kemur það fram berum orðum í tékkalögunum. í 1. mgr. 19. gr. tél. kemur fram skilgreining á því hver talist geti tékkahafi, en hún hljóðar svo: „Sá, sem hefir í höndum tékka, er framselja má samkvæmt 1. mgr. 14. gr., skal talinn réttur tékkahafi, ef hann sannar rétt sinn með óslitinni röð af framsölum...“ Eitt af skilyrðunum fyrir því að vera talinn tékkahafi skv. 19. gr. tél. er því að hafa í höndum tékka sem framselja má skv. 14. gr. tél. Skv. 3. mgr. 15. gr. sem áður var minnst á, er greiðslubanka óheimilt að framselja tékka sem hann hefur innleyst sem greiðslubanki.5 Er því ljóst að greiðslubanki getur ekki uppfyilt þetta skilyrði. í 19. gr. tél. er einnig gert að skilyrði að tékkahafi þurfi að geta sannað rétt 4 Alþt. 1933 A. 594. s Ólafur Lárusson. Víxlar og tékkar. 123; Lyngsö. P.. Checkloven. 94: Rigsdagstidende 1931-32A. 4820 og 5047. 6 Helper, A., Vekselloven og Checkloven af 1932, 345; Lyngsd. P.. Checkloven. 63 og 94. 7 Holmboe, C.S.. Veksel- og Sjekkretten, 139. “ Með gagnályktun frá 3. mgr. 14. gr. tékkalaganna fæst út sama efnisregla og fram kemur skýrum orðum í 3. mgr. 15. gr. laganna. 99

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.