Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 14
reglur um bótaþak vegna hverrar vörusendingar auðveldaði mönnum að fá keypta vátryggingu gegn iðgjaldi, sem væri sæmilega viðráðanlegt. Reglur um takmarkaða ábyrgð flytjanda varða tjónþola og farmflytjanda miklu. Stundum hefur verið sagt, að í reynd skipti óverulegu máli hvernig reglum um bótagrundvöll sé hagað. Það sem ráði úrslitum um stöðu aðila sé við hvaða fjárhæð ábyrgð flytjanda takmarkist.'’ Samkvæmt 2. mgr. 70. gr. sigll. takmarkast ábyrgð flytjanda farms á sjó við 667 SDR vegna hvers stykkis eða annarrar flutningseiningar farms eða 2 SDR vegna hvers kílós (brúttó), sem skemmist, glatast eða seinkar.7 Skal miða við þá fjárhæð, sem hærri er. Oft hefur verið deilt um hvernig skýra beri hugtakið stykki eða samsvarandi orð í erlendum lögum. Að sjálfsögðu skiptir miklu máli um bótafjárhæð, hvort það af farmi, sem skemmist eða týnist, telst eitt eða fleiri stykki. T.d. telst pappakassi með 50 „kartonum" af sígarettum eitt stykki, en ekki 50.1HRD 19771048 var deilt um ábyrgðartakmörkun vegna bifreiðar, sem skemmdist. er verið var að afferma skipið Brúarfoss. Málið valt á skýringu á bandarískum lögum, en þar var notað orðið „package" en ekki stykki. Ekki var fallist á þann skilning farmflytjanda, að bifreiðin teldist pakki. Um þetta segir í dómi Hæstaréttar: „Vöruflutningabifreiðin var með öllu án umbúða eða annars umbúnaðar. Verður ekki talið, að það sé réttur skilningur á hinum bandarísku lögum, að slíkur farmur teljist “package,,. Er slík skýring ekki í samræmi við úrlausnir bandarískra dómstóla.“ Ef mál þetta hefði verið dæmt eftir núgildandi íslenskum sigll.. hefði ábyrgð farmflytjanda takmarkast við 2 SDR fyrir hvert kg vörubifreiðarinnar. Nú reynir miklu sjaldnar á skýringu á hugtakinu stykki en áður. í fyrsta lagi vegna þess að reglan um takmörkun á kg ræður, ef stykki er þyngra en 333 1/3 kg. Og í öðru lagi vegna þess að sérstök ákvæði eru í Haag-Visbyreglunum og 70. gr. sigll. um hvað teljist vera stykki eða eining, þegar farmur er fluttur í gámi. á bretti eða hliðstæðum búnaði.s Þegar reglan um takmörkun á kg var tekin upp í sjóréttinum. nálguðust sjóréttarreglur reglur, sem gilda um sérstaka takmörkun ábyrgðar flytjanda í lofti og á landi. Þrátt fyrir það er langt frá því, að réttareiningu hafi verið náð um þetta tiltekna atriði. Kemur þar tvennt til. I fyrsta lagi eru reglur flugréttar um hvaða þunga skuli leggja til grundvallar við takmörkun ábyrgðar, þegar tjón verður á hluta vörusendingar, frábrugðnar því, sem ella gerist í flutningarétti. " Lödrup. bls. 243. 7 Sjá nánar Arnljótur Björnsson (1987b). bls. 113 o. áfr. s Um eldri rétt sjá HRD 1986 916. Þar var ekki fallist á að ábyrgð farmflytjanda takmarkaðist við það. að hver gámur væri eining í flutningi. vegna þess að í farmskírteini kom greinilega fram að fluttur var 3.031 kassi. 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.