Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 7
koma einnig við sögu, einkum sendandi og viðtakandi. Farmsamningshafi, sendandi og viðtakandi geta hver um sig eignast kröfu á hendur farmflytjanda. í erindi þessu er ekki ástæða til að greina á milli þessara gagnaðila farmflytjanda, því að ekki verður lýst þeim mun, sem getur verið á réttarstöðu þeirra, ef farmtjón ber að höndum. Eftirfarandi lýsing á bótareglum miðast við, að eigandi farms hafi orðið fyrir tjóni og réttarreglur um viðskiptabréf eða önnur heimild- arskilríki girði ekki fyrir, að hann hafi uppi kröfu á hendur farmflytjanda. Rétt er að víkja nánar að farmflytjanda’. Oft er hann sjálfureigandi skips þess, flugvélar eða bifreiðar, sem hann notar til að efna farmsamninginn, en svo er alls ekki alltaf. Farmflytjandi getur haft flutningstækið á leigu eða láni, en oftar myndi hann hafa ráðstöfunarrétt yfir tækinu á grundvelli annars konar samn- ings. Stundum koma upp vafamál varðandi það, hvort viðsemjandi farmsamnings- hafa sé skuldbundinn sem farmflytjandi eða hvort hann verði aðeins talinn hafa gert farmsamninginn sem umboðsmaður flytjanda. Þess konar vafamál verður að leysa eftir almennum reglum samningaréttar og eftir atvikum sérreglum flutningaréttar. Um það vísast að öðru leyti til FIRD 1981 610 („ísborgarmáls- ins“) og FIRD 1988 1696 (máls Tryggingamiðstöðvarinnar gegn Þrotabúi Reykhólaskips og Skipafélaginu Víkum), svo og þess, sem fram kom í erindi Ragnars Aðalsteinssonar, hrl. 3. Á VERKUM HVERRA BER FLYTJANDI ÁBYRGÐ? Eitt af aðaleinkennum reglna um ábyrgð flytjanda er, að hann ber almennt bótaábyrgð vegna saknæmra skaðaverka sjálfstæðra aðila, sem hann notar við efndir á flutningssamningi. Ábyrgð hans er að þessu leyti víðtækari en ábyrgð eftir almennum skaðabótareglum. Ef einhver annar en farmflytjandi annast flutning farms að nokkru eða öllu leyti, ber farmflytjandi ábyrgð samkvæmt 73. gr. sigll. á farmtjóni eins og hann hefði sjálfur flutt vöruna alla leið. Sama meginregla gildir um ábyrgð flytjanda í lofti og á landi. Eftir 3. mgr. 119. gr. sigll. getur farmflytjandi undanþegið sig ábyrgð á tjóni eða skemmdum á farmi meðan hann er í vörslum hins flytjandans, sbr. dóm Hæstaréttar í HRD 1986 916, en þar var Hf. Eimskipafélag íslands sýknað af bótakröfu vegna rækjufarms, sem skemmdist á leið frá Hamborg til Tokyo. Eimskipafélagið flutti rækjufarminn til Hamborgar, en erlendur aðili tók þar við farminum og flutti hann áfram. I sigll. eru mun ítarlegri ákvæði um ábyrgð flytjanda á öðrum mönnum en annars í flutningarétti. T.d. segir í sigll., að útgerðarmaður beri ábyrgð á skaðaverkum hafnsögumanns og annarra, sem starfa í þágu skips. Talið er, að 3 Sjá nánar Falkangerog Bull, bls. 147. 85

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.