Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 27
hann.24 Ljóst er að færsla tékka á færslulista innistæðulausra tékka, hefur ekki í för með sér viðurkenningu eða innlausn tékkans. Spurning er hins vegar hvort sú athöfn að láta af hendi fé til tékkahafa, sem samsvarar tékkafjárhæðinni við sýningu tékkans, hljóti ekki að jafngilda innlausnl Fallist menn ekki á þessa niðurstöðu, vaknar sú áleitna spurning hvers vegna greiðslubankinn sé að krefja útgefanda um greiðslu tékkans og með hvaða heimild, telji greiðslubankinn sig ekki hafa innleyst tékkann við skuldfærslu tékkans af safnreikningi sínum? Hvers vegna voru þá greiðslubankarnir, í framangreindum bæjarþingsmálum, með vörslur tékkanna og að innheimta þá, ef þeir höfðu ekki innleyst þá þegar þeir greiddu andvirði tékkanna út af safnreikningum sínum til innlausnarbankanna? í tékkalögunum er ekki gert ráð fyrir því að sami aðili geti haft þá réttarstöðu á sama tíma að vera greiðslubanki, sem ekki hefur innleyst tékka og jafnframt tékkahafi. Tékkarétturinn er m.a. byggður á þeirri meginreglu að greiðslubankinn verði aldrei tékkahafi.25 Sam- kvæmt tékkalögunum hefur því greiðslubanki aldrei nema tvo kosti þegar honum eru sýndir tékkar sem gefnir hafa verið út á hendur honum, en það er að innleysa þá eða neita innlausn.26 Það er rétt að hafa í huga í þessu sambandi að framangreint færslukerfi Reiknistofu bankanna var samið á þeim tíma. þegar nokkuð skiptar skoðanir voru um það hvort greiðslubanki gæti verið tékkahafi. Töldu því margir að ákvörðun á innlausnartímamarki hefði litla sem enga þýðingu fyrir hagsmuni greiðslubankans. Það er því niðurstaða framangreindra bæjarþingsdóma sem breytir þessari mynd. Að síðustu má svo velta fyrir sér hvort samningar banka og sparisjóða um tékkaviðskipti, þ.m.t. um 10 daga regluna, bindi á einhvern hátt þá sem eiga viðskipti við þá. í dómi bæjarþings Rekjavíkur sem upp var kveðinn þann 21. nóvember 1986, í málinu nr. 16843/1986, Búnaðarbanki íslands. Háaleitisútibú, gegn Gróðrarstöðinni Víðidal o.fl., var komist að þeirri niðurstöðu að framselj- andi tékka gœti ekki byggt rétt sinn á innbyrðis samkomulagi bankastofnana varðandi 10 daga regluna, sem í málinu hafði verið brotin af greiðslubanka. Ólíklegt verður því að telja að þessi samningur verði talinn hafa nokkra þýðingu gagnvart öðrum en samningsaðilum. Loks er á það að Iíta að telja verður ákvæði 3. og 5. mgr. 15. gr. tél. 24 Það fer svo eftir atvikum hvort greiðslubanki getur skuldfært tékkareikning útgefanda fyrir tékkafjárhæðinni. Sjá hér t.d. tiivik nefnd síðast í kafla 9 þar sem vafasamt er að greiðslubanki geti skuldfært rcikning útgefanda fyrir tékkunum. 25 Þessi meginregla liggur m.a. til grundvallar því að óhætt þótti að leggja að jöfnu yfirlýsingu greiðslubanka um greiðslufall og opinbera afsögn. sbr. 2. mgr. 40. gr. tél.. þar scm greiðslubanki gat ekki haft hagsmuni sem tékkhafi. Sjá hér einnig kafla 4 hér að framan. 2f’ Sjá nánar kafla 6 hér að framan. 105

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.