Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Síða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Síða 37
vegna aukningar eða minnkunar verðbréfasjóðs hefur einnig áhrif á samanlagt markaðsvirði en ekki á gengi. 2.1.1 Ávöxtun verðbréfa Hlutabréf eru keypt inn á ákveðnu gengi sem er gildandi á markaðnum hverju sinni. Breytingar á gengi til hækkunar eða lækkunar eru færðar til aukningar eða lækkunar á verðbréfaeign og hafa því áhrif á gengi hlutdeildarskírteina. Skuldabréf eru hins vegar keypt inn miðað við ákveðna ávöxtunarkröfu sem í gildi er á markaðinum hverju sinni og óháð því hverjir nafnvextir skuldabréfsins eru. Sé ávöxtunarkrafa hærri en nafnvextir verða til afföll en sé þessu öfugt farið verður verðið hærra en nafnverð þess segir til um. þ.e. yfirverð myndast. Tiltekin ávöxtunarkrafa segir til um þá virðishækkun sem verður á verðbréfi miðað við að það sé greitt upp í einu lagi eftir 1 ár. Eftir því sem ávöxtunarkrafa er hærri á tilteknu verðbréfi, því lægra verð fæst fyrir það. Eftir því sem nær dregur gjalddaga bréfsins eykst verðmæti þess og færist sú hækkun til eignaaukn- ingar og gengi hlutdeildarskírteina hækkar samsvarandi. 2.1.2 Breytingar á vísitölu Langstærstur hluti skuldabréfa á íslandi er verðtryggður miðað við lánskjara- vísitölu. Lánskjaravísitala er eins og kunnugt er reiknuð mánaðarlega og tekur gildi 1. hvers mánaðar en er reiknuð út u.þ.b. 10 dögum fyrr. Verðbréfaeign verðbréfasjóðs þann 1. hvers mánaðar miðast því ávallt við auglýsta vísitölu. Þá vaknar spurningin hvernig vísitala sé fundin fyrir næstu 20 daga, eða þann tíma sem líður þar til vísitala næsta mánaðar er reiknuð. Það er gert þannig að vísitala er fundin fyrir hvern dag út frá áætlaðri verðbólgu. Þegar útreikningur liggur svo fyrir á 20. degi getur þurft að leiðrétta vegna of hárrar eða of lágrar verðbólgu- spár og er leiðréttingunni ýmist jafnað út á síðustu 10 daga mánaðarins eða hún tekin inn í einu lagi. 2.1.3 Breytingar á markaðsvöxtum Eins og áður greinir ræðst verðmæti skuldabréfs af þeirri ávöxtunarkröfu sem gerð er á verðbréfamarkaðnum, því hærri ávöxtunarkrafa því lægra verð. Við breytingar á markaðsvöxtum (ávöxtunarkröfu) breytist því verðmæti skulda- bréfa. Eins og áður greinir segir í 23. gr. laganna að eignir skuli meta á markaðsvirði. í ákveðnum tilfellum getur verið erfiðleikum bundið að finna nákvæmt markaðsvirði eins og það er á hverjum tíma, en það á einkum við um bréf sem ekki eru skráð opinberlega. Stór hluti eigna verðbréfasjóða hérlendis er samansettur af skuldabréfum sem ekki eru skráð á verðbréfamörkuðum. Þessi bréf skipta ekki oft um hendur og markaðsvextir eru mismunandi, allt eftir 115

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.