Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 42
Á þinginu var ný stjórn alþjóðasamtakanna kjörin. Stjórnina skipa Arne Christiansen, Noregi, formaður og Philippe Abravanel, Sviss, varaformaður. Aðrir í stjórn eru Rainer Voss, Vestur-Þýskalandi, Markku Aarola, Finnlandi, Francis Davis, Brasilíu og Ramon Rodriguez-Arribas, Spáni. Framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna er Giovanni Longo, Ítalíu. AUÐKENNARÉTTUR Menn taka það að vonum óstinnt upp þegar þeir verða þess varir að aðrir hafa notað leyfislaust nöfn þeirra, firmu eða merki í atvinnurekstri eða auðkenni svo lík að hætta er á að villst verði á. Vilja menn þá oft leita réttar síns en reka sig þá á að sett lagaákvæði eru ekki svo skýr og glögg sern skyldi og vandfundin mörk nafnhelginnar. I tímans rás hefur safnast álitlegur fjöldi dóma sem veitir leiðsögn um þessi mörk og hafa dómar Hæstaréttar verið sá vegvísir sem dómarar og lögmenn hafa einkum stuðst við í leit sinni að mörkunum. Yfirlit yfir þessa dóma hafa gengið milli manna og til þeirra hefur verið gripið þegar á hefur reynt. Nýlega lauk Júlíus Smári embættisprófi í lögfræði með lokaritgerð um firmarétt og firmavernd. Af því tilefni tíndi hann saman dóma bæjarþings Reykjavíkur um firmu og vörunierki. Ritstjórninni sýndist að fengur gæti verið að því að skrá yfir dóma Hæstaréttar og bæjarþingsins kæmi fyrir augu lögfræðinga og er hún því birt hér á eftir með góðfúslegu leyfi þeirra sem hafa unnið að samantekt hennar. Ritstjórninni er þó ljóst að mjög vantar á að skráin gefi heillega mynd af úrlausnum íslenskra dómstóla þar sem einungis eru í henni dómar eins héraðsdómstóls. Vonandi verður birting skrárinnar þó einhverjum hvöt til að rannsaka þetta réttarsvið frekar og þar á meðal réttmæti þess, sem stundum er staðhæft, að ósamræmi sé í dómsúrlausnum. Dómar um firmu, vörumerki og nafnrétt Dómur Umdeild auðkenni Skýringar Lyktir Viður lög HRD 1923 473 Therma. Vörumerki áfelli sekt HRD 1934790 Rjómabússmjörlíki. Vörumerki hlutafélags talið fara í bága við 4. gr. I. nr. 32/1933 um tilbúning og verslun með smjörlíki áfelli sekt BþR 1938 24 01 DÚX - LÚX Vörumerki Lever Bros Ltd v Máninn hf. áfelli HRD 1938 587 Halli Þór - Vilhjálmur Þór. Valdstjórnin v Halldór Þórarinsson. Ættarnafn áfelli sekt 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.