Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 25
áritaðri kvittun tékkahafa.2" Við greiðslu tékkafjárhæðarinnar og skuldfærslu á reikning útgefanda á innlausn tékkans sér stað.21 í öðru lagi þar sem tékkinn er „innleystur“ í öðrum banka, (hér eftir nefndur innlausnarbanki). Hér er ekki um að ræða „innlausn“ í sama skilningi og þegar tékki er innleystur í greiðslubanka. Frekar má segja að innlausnarbankinn kaupi tékkakröfuna af tékkahafanum og verður eftir það sjálfur tékkahafi skv. 19. gr. tél. Innlausnarbankinn tilkynnir svo Reiknistofu bankanna, sem er greiðslujöfn- unarstöð (clearing-house), um tékkann og jafngildir það sýningu tékkans í greiðslubankanum skv. 31. gr. tél. Ef innistæða er til á tékkareikningi útgefand- ans fer fram skuldfærsla á reikningnum fyrir tékkanum. Telst tékkinn eftir það innleystur. Þegar ekki er til innistæða á reikningi útgefanda á sér hins vegar stað nokkuð flókið ferli, sem spyrja má hvort samþýðist meginreglum tékkalaga um innlausn tékka. Þegar tékki reynist innistæðulaus færist hann á færsluskrá innistæðu- lausra tékka (F.I.T) hjá greiðslubankanum. Jafnframt því fer fram skuldfœrsla fyrir hinum innistæðulausa tékka af svo kölluðum safnreikningi greiðslubankans yfir á reikning innlausnarbankans. í innbyrðis samningi banka og sparisjóða um tékkaviðskipti, er ákvæði þess efnis að greiðslubankinn hafi 10 daga til þess að endursenda hinn innistæðulausa tékka.22 Er sá frestur ætlaður fyrir greiðslubankann til þess að innheimta tékkann. Fari greiðslubankinn hins vegar framyfir greindan frest, glatar hann öllum rétti á hendur innlausnarbankanum og situr því uppi með tékkann. Ef greiðslubankinn endursendir hins vegar hinn innistæðulausa tékka innan frests- ins, ber að loka tékkareikningi útgefandans og færa nafn útgefanda á Lokunar- skrá RB.2-1 Lfm leið fer fram skuldfærsla fyrir hinum innistæðulausa tékka af reikningi innlausnarbankans yfir á reikning greiðslubankans. Innlausnarbank- 211 Yfirleitt erslík kvittun framsal. sbr. 5. mgr. 15. gr. tél. 21 Hafi greiðslubankinn innleyst tékkann án þess að innistæða væri fyrir hendi á reikningi útgefanda. getur hann ekki haft uppi kröfur á hendur öðrum en útgefanda á grundvelli tékkasamningsins, sbr. Lyngsd, P., Checkloven. 57 og 95. 22 Með I. 24/1981 var 31. gr. tél. breytt. Voru heimiluð frá þeim tíma skjalalaus greiðsluskipti. í því felst m.a. að þá sendir innlausnarbanki ekki frá sér tékkann til greiðslujöfnunarstöðvar heldur tilkynnir aðeins Reiknistofu bankanna um tékkann. Tékkinn berst því í raun aldrei greiðslubankan- um. Hér á eftir verður hins vegar gert ráð fyrir því að tékki hafi borist greiðslubankanum til að auðvelda skýringu á færslukerfinu. 25 Það hefur í för með sér að tékkareikningi útgefanda í öðrum bönkum og sparisjóðum er einnig lokað jafnvel þótt innistæða sé fyrir hendi á þeim tékkareikningi og útgefandi hafi aldrei vanefnt tékkasamning sinn við þann greiðslubanka á nokkurn hátt. Athyglisvert er að í hinu staðlaða formi tékkasamninga, er eingöngu ákvæði um að reikningshafi geri sér grein fyrir því að tilgreindar vanefndir kunni að hafa það í för með sér að öðrum tékkareikningum, sem vera kunna til á hans nafni, verði einnig lokað. Par er hins vegar ekki áskilnaður um að loka megi þeim tékkareikningi sem tékkasamningurinn lýtur að, hafi öðrum tékkareikningi útgefanda verið lokað í öðrum banka. Vaknar því sú spurning hvort hér sé um heimildarlausa lokun að ræða. 103

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.