Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 12
tilteknum atvikum, fellur ekki á flytjanda. Atvik þessi, sem talin eru í 17. gr. LSL, eru í stórum dráttum þessi: sök sendanda farms, viðtakanda eða manna, sem þeir bera ábyrgð á, ófullnægjandi umbúðir, sérstakir eiginleikar vöru, er flytjandi gat ekki varast, rangar eða ófullnægjandi upplýsingar í fylgibréfi og loks ófyrirsjáanleg ytri atvik („vis major“).4 Meginreglur LSL um bótaskyldu flytjanda eru sniðnar eftir norrænum lögum, sem reist eru á áðurnefndum alþjóðasáttmála um samninga um vöruflutninga á vegum milli landa, svonefndum CMR-samningi. Bótaákvæðum CMR-samn- ingsins hefur í ýmsum Evrópulöndum verið beitt þannig, að flytjandi hefur verið sýknaður af bótakröfu, ef honum hefur tekist að sanna, að hann hefði ekki getað afstýrt tjóni, þótt hann hefði sýnt mjög mikla aðgæslu, t.d. þegar eldur hefur komið upp í vörubifreið við það að hjólbarði springur. Séu bótareglurnar skýrðar þannig, fela þær nánast í sér sakarlíkindareglu fremur en hlutlæga ábyrgð með nánar tilgreindum undantekningum. Orðalag íslensku laganna leyfir ekki svo milda skýringu í þágu flytjanda. Atvik þau, sem leysa flytjanda undan ábyrgð, eru tæmandi talin í lögunum. Flytjandi ber því t.d. ábyrgð á tjóni, sem hlýst af leyndum galla í flutningstæki eða sök sjálfstæðs þriðja manns. Farmtjón vegna skemmdarverks þriðja manns eða þjófnaðar úr vörslu flytjanda myndi þvífella ábyrgð á hann. Sama er að segja um bruna eða umferðarslys, sem verður af hendingu. Ábyrgð er því strangari en eftir sigll. og loftfl. Áður en skilið er við reglur um vörsluábyrgð flytjanda á landi þykir rétt að víkja að sambandi LSL og bótaákvæða UFL. í UFL er ekki vísað til LSL og hafa UFL engin áhrif á gildi hinna síðarnefndu. Gildissvið laganna skarast, en í ýmsum tilvikum geta aðeins önnur þeirra átt við um sama tjónsatvik. Reglur laga þessara eru um margt ólíkar, t.d. ákvæði þeirra um ábyrgðaraðila, grundvöll bótaábyrgðar og eigin sök tjónþola. í LSL eru ákvæði um fylgibréf, takmarkaða ábyrgð flytjanda o.fl. atriði varðandi bætur, sem ekki er fjallað um í UFL. Áður en LSL tóku gildi voru bótareglur UFL einu ákvæðin í settum lögum, er tóku til tjónsá farmi í bifreiðum. Þótt reglur UFLfeli ísérvíðtækaábyrgð, koma þær að mjög takmörkuðu leyti að haldi, þegar leysa þarf ágreining aðila farmsamnings út af flutningi farms. T.d. er flytjandi. sem hvorki er eigandi né ökumaður bifreiðar þeirrar, er farmur skemmist í, að jafnaði ekki bótaskyldur eftir ákvæðum UFL. Einnig skal minnt á, að bótaréttur eftir 88. gr. UFL er háður því, að tjón hljótist af ökutæki í notkun. Tjón, sem verður á farmi í flutningi fyrir fermingu eða eftir affermingu og skemmdir eða hvarf varnings af ókunnum orsökum (sbr. FIRD 1981 35), fæst því ekki bætt eftir ákvæðum UFL. 4 Sbr. Arnljótur Björnsson (1983). 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.