Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Side 8
undir þá, sem „starfa í þágu skips“ falli m.a. sjálfstæðir aðilar, sem ferma eða afferma skip. í ýmsum tilvikum er jafnvel hugsanlegt, að farmflytjandi beri ábyrgð vegna tjóns, er hlýst af gáleysi þeirra, sem annast viðgerð á skipi. Enda þótt meginreglur flutningaréttar unr víðtæka ábyrgð flytjanda á gáleysi sjálfstæðs þriðja manns séu skýrar, geta komið upp vafatilvik. í flugrétti er t.d. ljóst, að flytjandi ber ábyrgð á sjálfstæðum aðilum, sem annast fyrir hann hleðslu flugvélar. Á hinn bóginn má fullyrða, að eftir íslenskum rétti beri flytjandi ekki ábyrgð á gáleysi flugumferðarstjóra, veðurstofu eða opinberra starfsmanna, sem annast vopnaleit á flugvelli. Það, sem veldur vafa er t.d. tjón, er rakið verður til vanrækslu fyrirtækis, sem tekur að sér reglulegar skoðanir og yfirferð véla í eigu flugfélags. 4. SKIPTIR MÁLI UM BÓTASKYLDU, HVORT GJALD ER TEKIÐ FYRIR FLUTNING? Ákvæði sigll. og LSL um farmsamninga eru á þeirri forsendu reist að gjald komi fyrir flutninginn. Ekki mun hafa reynt á það fyrir dómstólum, hvort bótareglur þessara laga gildi um tjón í flutningi, sem fer fram án endurgjalds. Telja verður eðlilegt að líta svo á, að hinar ófrávíkjanlegu bótareglur laganna gildi einungis um flutning gegn gjaldi, þannig að aðilum sé frjálst að semja unr ábyrgð sína, ef flutt er ókeypis. Sé ekki sérstaklega samið um hvernig ábyrgð flytjanda skuli háttað, verður væntanlega að fara eftir alnrennum bótareglum. Þó kann að vera, að í einstökum tilvikum þyki eðlilegt að beita reglum laganna með lögjöfnun um ábyrgð þess, sem flytur varning án endurgjalds. Samkvæmt 97. gr. loftfl. taka ákvæði laganna um ábyrgð flytjanda til flutnings, sem inntur er af hendi gegn endurgjaldi. Sé ekki flutt gegn gjaldi fer um ábyrgð flytjanda eftir almennunr bótareglum, ef ekki er um annað samið. Frá þ>ví er ein undantekning. Hún er sú, að ef loftferðafyrirtæki framkvæmir flutning, gilda ákvæði laganna, enda þótt flutningur sé ókeypis. Reglan í 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 (skammst. UFL) um ábyrgð án sakar gildir án tillits til þess, hvort sem varningur er fluttur gegn gjaldi eða ekki. 5. VÖRSLUÁBYRGÐ 5.1 Almennt um bótagrundvöll Eins og kunnugt er, ber sá, sem hefur hlut annars manns í vörslum sínum, oft ríkari bótaábyrgð gagnvart eiganda en vera myndi eftir almennum skaðabóta- reglum. Þetta á einkum við, þegar varsla hlutarins er liður í samningi um þjónustu, sem vörslumaður tekur að sér gegn gjaldi. Eitt helsta dæmi um þetta er samningur um flutning farms. Tjónþoli á að jafnaði erfitt með að sanna atvik, sem borið hafa að höndum í flutningi, þar sem venjulega eru ekki aðrir til 86

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.