Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 28
ófrávíkjanleg og er því í hæsta máta vafasamt að t.d. innlausnarbanki og greiðslubanki geti vikið sér undan þeim með því að semja um skilyrta innlausn tékka, enda varða fyrrnefnd ákvæði einnig verulega hagsmuni annarra s.s. framseljenda því við innlausn tékka í greiðslubanka fellur tékkaábyrgð þeirra niður. 9. TÉKKAÁBYRGÐ GREIÐSLUBANKA Þann 3. apríl 1986 gerðu bankastofnanir27 hér á landi með sér samkomulag28 um ábyrgð greiðslubanka á greiðslu tékka þar sem tékkafjárhæð fer ekki yfir kr. 10.000.29 Ýmsir fyrirvarar eru þó á þessari tékkaábyrgð. 1) í fyrsta lagi nær ábyrgðin eingöngu til þess tékkahafa sem tekur við tékkanum sem greiðslu frá útgefanda og innleysir sjálfur tékkann í bankastofn- un, en ekki síðari tékkahafa. 2) í öðru lagi verður fyrrnefndur tékkahafi að vera í góðri trú um að tékkinn hafi verið gefinn út af reikningshafa. En í því felst: a) Að útgefandi verður að hafa framvísað bankakorti sem útgefið hefur verið til hans af sama banka eða sparisjóði og tékkinn er gefinn út á. b) Að móttakandi tékkans verður að hafa sannreynt að undirskrift útgefanda tékkans sé í samræmi við undirskrift á framvísuðu bankakorti. c) Á sérstakri auglýsingu sem send var afgreiðslufólki er helst að skilja að einnig beri að athuga hvort fæðingarár korthafa komi heim og saman við áætlaðan aldur útgefanda tékkans. Ekki er að finna þetta ákvæði í reglum um bankakort vegna tékkaábyrgðar reikningsbanka. 3) í fyrrnefndri auglýsingu kemur einnig fram að það sé skilyrði að gildistími kortsins sé ekki útrunninn. Ekki er að finna þetta ákvæði í reglum um bankakort vegna tékkaábyrgðar reikningsbanka. 4) Pá er lögð sú skylda á herðar móttakanda tékkans að rita númer bankakorts útgefandans inn á framhlið tékkans undir undirskrift útgefandans. 5) Þá er það gert að skilyrði að móttakandi fullvissi sig um að tékki sé rétt útfylltur. 6) Loks er sá fyrirvari gerður að ábyrgðin nái ekki til tékka, sem reynast útgefnir í samvinnu útgefanda og móttakanda til þess að fara í kringum framangreindar reglur. Unr áramótin 1989/1990 auglýsti íslandsbanki hf. í fjölmiðlum tékkaábyrgð bankans án bankakorts á tékkum sem gefnir væru út á hendur bankanum og þar -7 Aö undanskiidum Iðnaðarbanka íslands hf. 2K Hér eftir nefnt reglur um bankakort vegna tékkaábyrgðir reikningsbanka. Var í hinu upprunalega samkomulagi kr. 3.000. 106

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.