Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Page 11
Hugtakið haffæri merkir hér ekki það sama og í lögum nr. 51/1987 um eftirlit með skipum eða 19. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Hérna er átt við það hvort skip sé svo útbúið eða mannað, að það sé fært um að flytja farm. Kröfur til haffæris eru mismunandi eftir aðstæðum. Þær fara m.a. eftir því hvers kyns farm flytja á með skipinu. Skip telst t.d. óhaffært í skilningi 68. gr. sigll., ef því er ætlað að flytja ávaxtafarm, en kælikerfi þess er í ólagi, þegar ferð hefst. Bilun kælikerfis eftir að ferðin er byrjuð veitir eiganda farms hins vegar ekki rétt til að bera fyrir sig ákvæðið um óhaffæri. í flugrétti og landflutningarétti gilda ekki reglur hliðstæðar óhaffærisreglu sjóréttarins. Hins vegar getur það að sjálfsögðu skipt máli um mat á sök flytjanda, hvort flugvél er lofthæf eða bifreið hæf til að flytja farm þann, sem um er samið. 5.3 Flutningur í lofti Reglur um vörsluábyrgð í loftferðalögum og Varsjársamningnum eru að vissu marki sóttar til sjóréttarins. Meginreglan hér er einnig sakarlíkindaregla. Löglíkur eru taldar fyrir því, að farmtjón stafi af sök flytjanda eða manna, sem hann ber ábyrgð á. En flytjandi losnar undan ábyrgð, ef hann leiðir sönnur að því, að hann sjálfur og starfsmenn hans hafi gert allar nauðsynlegar varúðarráð- stafanir tilþess að afstýra tjóni eða það hafi eigi verið áþeirra valdi (þ.e. að gera slíkar ráðstafanir). Hitt er annað mál, að farmflytjanda er mjög erfitt eða ógerlegt að færa slíka sönnun, ef flugvél ferst með öllum, sem eru innanborðs. í mörgum tilfellum hefur því sakarlíkindaregla loftferðalaga sömu áhrif og hrein hlutlæg ábyrgð. Flestar bótakröfur vegna þess að farmur skemmist eða kemur ekki fram á ákvörðunarstað stofnast þó vegna annarra atvika en algers tjóns á flugvél. Meta verður hegðun flytjanda og manna hans eftir „bonus pater“ mælikvarða og vitanlega verða gerðar ríkar kröfur til aðgæslu flugáhafna, flugvirkja og annarra slíkra starfsmanna flytjanda. Þegar tjón verður vegna galla flugvélar, kemst flytjandi samkvæmt þessu hjá ábyrgð, ef hann sannar, að honum eða mönnum hans hafi ekki verið unnt að varast gallann með því að sýna eðlilega aðgæslu. Sama á við, ef flugvél ferst vegna skemmdarverks eða tjón hlýst af flugráni. Þá hvílir á flytjanda að sýna fram á, að af hans hálfu hafi verið gerðar allar eðlilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir slíka atburði. 5.4 Flutningur á landi Um vörsluábyrgð flytjanda farms á landi fer ekki eftir sakarlíkindareglu eins og í sjó- og flugrétti, heldur er reglan sú, að flytjandi ber hlutlæga ábyrgð með þeirri undantekningu að tjón, sem hlýst af „vis major“ eða öðrum nánar 89

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.