Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 35
viðskiptavini sína, en verðbréfasjóði er óheimilt að takast á hendur slíkar ábyrgðir (27. gr.). MYND III. Efnahagsreikningar banka og verðbréfasjóðs BANKI VERÐBRÉFASJÓÐUR Sjóður Veltiinnlán Sjóður Skammtímalán Skammtímaútlán Spariinnlán Verðbréf Hlutdeildarskírteini Langtímaútlán Aðrar skuldir Eigið fé Fasteignir Aðrar eignir Ábyrgðarskuldbindingar utan efnahagsreiknings Eigið fé Eigið fé banka og lánastofnana er yfirleitt á bilinu 5-10% en mun lægra í verðbréfasjóðum, eða að jafnaði innan við 1%. En færa má rök fyrir því að hlutdeildarskírteini sem mynda meginstofn skuldahliðar efnahagsreikningsins sé í raun eigið fé og eigið fé verðbréfasjóða sé nálægt 100%. Að flokka hlutdeildarskírteini með eigin fé er að sjálfsögðu nokkuð frjálslega með farið enda segir í 20. gr. laganna að eigandi hlutdeildarskírteinis skuli hafa réttarstöðu lánardrottins gagnvart verðbréfasjóði. Eitt megineinkenni hlutdeildarskírteinis er þó hið sama og eigin fjár en það varðar rétt eiganda þess til tekna í réttu hlutfalli við ávöxtun eigna verðbréfasjóðsins. Verðmæti hlutdeildarskírteina helst því ávallt í hendur við verðmæti eignasjóðsins á sama hátt og eigið fé t.d. atvinnufyrirtækja er jafnt eignum að frádregnum skuldum. Fyrirmæli laganna um þetta atriði eru skýr en 23. gr. fjallar um útreikninga gengis. Nánar er vikið að því síðar. Þessi eiginleiki hlutdeildarskírteina er einmitt aðalástæða þess að eigið fé er svo lítill hluti fjármagns sem raun ber vitni. Bankar taka hins vegar vaxtaáhættu sem felst í mismunandi binditíma og mismunandi vaxtakjörum eigna og skulda en þessi tilhögun kallar á meira eigið fé en hjá verðbréfasjóðum. 2. GENGI HLUTDEILDARSKÍRTEINA Gengi hlutdeildarskírteina er reiknað út daglega samkvæmt eftirfarandi formúlu: „ . Markaðsvirði eigna - skuldir Gengi = ___________________________ Nafnvirði hlutdeildar- skírteina og hlutafjár 113

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.