Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Side 34
MYND II. Áhætta tengd verðbréfaeign Tegundir áhættu: Spari- skírt. Banka- tr.br. Verðbr. sjóður Veðsk. bréf Hluta- bréf Vanskila- og tapsáhætta Engin Engin/ litil Lítil Töluv. Mest Fjárlosunar- áhætta Lítil Lítil Lítil Nokkur Mest Áhætta v/stjórn- valdsaðgerða ? ? ? ? ? Áhætta vegna markaðs- vaxtabreytinga Nokkur Nokkur Minnst Nokkur Mest ávallt greitt handhöfum hlutdeildarskírteina samdægurs og frestunarákvæðum hefur því ekki verið beitt, nema í tilfelli Avöxtunar sf. Verðbréfasjóðir kaupa verðbréf á þriðja aðila en bankar stunda útlánastarf- semi. Tengsl banka við skuldara eru því önnur og meiri en verðbréfasjóða og innlán í banka veitir oft ákveðinn lántökurétt, en eigandi hlutdeildarskírteinis hefur engan sambærilegan rétt í verðbréfasjóði. Verðbréfasjóðir greiða fast umsýslugjald, yfirleitt 2% á ári, til verðbréfafyrir- tækis en bankinn fær breytilegan vaxtamun af fé því sem hann hefur í sinni umsjá, vaxtamun sem ræðst af mismun útláns- og innlánsvaxta. Avöxtun hlutdeildarskírteina er ávallt háð því hverja ávöxtun eignir verðbréfasjóðsins gefa af sér en bankar lofa fyrirfram ákveðinni ávöxtun sem ekki er endilega bundin ávöxtun eigna eins og hún er á hverjum tíma. Vaxtamunur til bankans getur því verið breytilegur. Með því að skoða efnahagsreikning banka eða innlánsstofnunar annars vegar og verðbréfasjóðs hins vegar má einnig sjá nokkur atriði sem greina á milli þessara forma en á mynd III er sýnd meginuppbygging efnahagsreiknings banka og verðbréfasjóðs. Vinstra megin eru taldar eignir en hægra megin skuldir og eigið fé. í efnahagsreikningi bankans er sýnd fasteign sem er ekki í efnahagsreikningi verðbréfasjóðsins. Algengt er að bankar eigi sjálfir það húsnæði sem starfsemi þeirra fer fram í en verðbréfasjóðum er ekki heimilt að eiga fasteignir (28.gr.) nema þær séu yfirteknar til að tryggja fullnustu krafna og skulu þær þá seldar aftur innan 18 mánaða. Pá má yfirleitt sjá ábyrgðarskuldbindingar í efnahags- reikningi banka vegna ábyrgða sem bankinn hefur tekist á hendur fyrir 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.