Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 22
sinn með óslitinni röð af framsölum. Með því að 5. mgr. 15. gr. tél. mælir beinlínis fyrir um það að ávallt skuli litið á framsal til greiðslubankans sem kvittunf er ljóst að greiðslubanki getur heldur ekki uppfyllt þetta skilyrði.10 Með samanburðarskýringu á framangreindum lagagreinum blasir þá við að greiðslubanki getur ekki talist tékkahafi í skilningi 19. gr. tél. Þá er einnig á það að líta að tékkaréttur fellur niður við innláusn tékka hjá greiðslubanka, því þar með telst umferð tékkans lokið." Fellur þá tékkinn niður sem viðskiptabréfakrafa og öll tékkaréttarleg áhrif hverfa. Þegar af þessari ástæðu getur greiðslubanki ekki notfært sér þau úrræði sem tékkahafa eru boðin, varðandi tékka sem gefnir hafa verið út á hendur honum og hann hefur innleyst, þar sem ekki er lengur fyrir að fara neinum tékkarétti. 5. AFLEIÐING ÞESS AÐ GREIÐSLUBANKI TELST EKKI TÉKKAHAFI Afleiðingar þess að greiðslubanki verður ekki talinn tékkahafi eru margvís- legar og verður eingöngu nokkurra getið: 1) í fyrsta lagi getur greiðslubankinn ekki borið fyrir sig greiðsluskyldu útgefanda á grundvelli 12. gr. og 40. gr. tél.,12 heldur aðeins á grundvelli þess samnings sem fyrir liggur á milli greiðslubankans og útgefandans, sbr. 4. gr. tél. 2) í öðru lagi getur greiðslubankinn ekki krafið framseljendur tékka um greiðslu tékkaskuldarinnar skv. 18. gr. tél., ef ekki er nægjanleg innistæða fyrir tékkanum, hafi greiðslubankinn á annað borð leyst til sín tékkann.11 Er það m.a. vegna þess að „handhafi“ í skilningi 1. mgr. 40. gr. tél. er skýrt með sama hætti og „tékkahafi“ í skilningi 19. gr. tél.14 3) í þriðja lagi er ljóst að eitt af þeim skilyrðum sem verða að vera fyrir hendi, svo um mótbárutap geti verið að ræða skv. 21. og 22. gr. tél., er að handhafi tékkans hafi fengið tékkann með framsali. Þetta getur ekki átt við greiðslubank- ann skv. 5. mgr. 15. gr. tél. 4) Þá má loks benda á að þetta hefur í för með sér ýmis konar réttarfarslegar afleiðingar, t.d. verður að líta svo á að eingöngu tékkahafi geti höfðað tékkamál á grundvelli 17. kafla 1. 85/1936. Þá er það einnig ljóst að þar sem tékkaréttur fellur niður við innlausn tékka í greiðslubanka er ekki lengur fyrir að fara 9 Greiðslubanki á rétt á slíkri kvittun skv. 1. mgr. 34. gr. tékkalaga við innlausn tékka. 111 í athugasemdum í greinargerð við 14. gr. frumvarpsins að tékkalögunum segir: „... þá verður tékkinn eigi framseldur honum (þ.e. greiðslubankanum), sbr. og 15. gr., og er því sá munur á þessum reglum og samsvarandi reglum um víxla, að um framsal til greiðanda getur ekki verið að ræða.“ Alþt. 1933 A, 596. 11 Ólafur Lárusson, Víxlar og tékkar, 126; Hjelper, A., Vekselloven og Checkloven af 1932, 357; Holmboe, C.S., Veksel- og Sjekkretten, 141. 12 Lyngsp, P., Checkloven, 89 og 95. 13 Lyngsð, P., Checkloven, 57. 14 Lyngsp, P., Checkloven, 178. 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.