Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1994, Side 33

Ægir - 01.03.1994, Side 33
ANDVARI VE 100 : » I c. Frá tæknideild. Nýr rœkjutogari með frystibúnaði, m/s Andvari VE 100, bættist við flota Eyjamanna 30. nóvember s.l., en þann dag kom skipið í fyrsta sinn til heimahafhar. Skip þetta sem upp- haflega hét Ungaaq (síðar Unaaq), er smíðað árið 1987 (af- hent í maí) fyrir Grcenlendinga hjá Johs. Kristensen Skibs- byggeri A/S, Hvide Sande í Danmörku, smíðanúmer 182 hjá stöðinni. Skrokkur skipsins var smíðaður hjá Álborg Vœrft A/S. Hönnun skipsins var í höndum Nordvestconsult A/S, Á- lesund í Noregi. Hinn nýi Andvari VE kemur í stað Andvara VE (1895), 127 rúmlesta skuttogveiðiskips, sem smíðaður var í Póllandi árið 1989. Auk þess úreldir útgerðin Sigurð Lárusson SF 110 (108), 103 rúmlesta tréfiskiskip, smíðað á Akureyri árið 1963, og Jósep Geir ÁR 36 (1266), 47 rúmlesta tréfiskiskip, smíðað í Stykkishólmi árið 1972. Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar á því ákveðnar endurbœtur, sem einkum fólust í ákveðnum viðbótartœkjum í brú, skutrennuloka, hjálparvindu o.fl. Andvari VE er í eigu Jóhanns Halldórssonar í Vestmanna- eyjum, sem jafnframt er skipstjóri á skipinu, og yfirvélstjóri er Þröstur Sveinbjömsson. Almenn lýsing Almennt: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki * 1A1, Stern Trawler, IceC R (Non tropical waters), * MV. Skipið er skut- togari með tvö heil þilför milli stafna, ísbrjótarastefni, skut- rennu upp á efra þilfar, hvalbak á fremri hluta efra þilfars og brú á reisn á miðju hvalbaksþilfari. Rými undir neðra þilfari: Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fimm vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rými, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu; há- geyma fyrir brennsluolíu: tvískipta fiskilest með botngeym- um fyrir brennsluolíu; vélarúm með botngeymum fyrir Mesta lengd.................................... 35.15 m Lengd milli lóðlína............................ 28.80 m Breidd (mótuð).................................. 9.60 m Dýpt aö efra þilfari............................ 6.90 m Dýpt að neðra þilfari........................... 4.50 m Eigin þyngd...................................... 609 t Særými (djúprista 4.50 m)........................ 772 t Burðargeta (djúprista 4.50 m).................... 163 t Lestarrými....................................... 260 m3 Brennsluolíugeymar (meö daggeymum)........... 132.0 m3 Ferskvatnsgeymar................................ 10.9 m3 Sjókjölfestugeymir.............................. 10.7 m3 Brúttótonnatala.................................. 558 BT Rúmlestatala..................................... 305 Brl Skipaskrárnúmer................................. 2211 ÆGIR MARS1994 33

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.