Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1994, Qupperneq 13

Ægir - 01.04.1994, Qupperneq 13
rekstrarforsendum fyrirtækja í landinu. Þegar menn hins vegar eru að taka ákvarðanir á viðskiptalegum forsend- um í því augnamiði að hagnast, þá tel ég ekki ástæðu til hræðslu. Ekki síst ef þær takmarkanir sem við settum á er- lendu fjárfestingarnar beindust fyrst og fremst að því að virðisaukinn af starfseminni yrði til inni í landinu og það yrði eini mælikvarðinn á hvort fjárfestingin eða rekstur fyrirtækisins væru óæskileg." Einhver erlend eignaraðild er nauðsynleg Gerirðu þér vonir um að menn verði almennt einhvem tíma sammála þér í þessum efnum? „Ég tel að staðan sé þannig núna að menn geri sér ef til vill grein fyrir því að fyrirkomulagið eins og það er nú gengur ekki upp. Það er nauðsynlegt að leyfa einhverja erlenda eignaraðild í sjávarútvegi okkar, einungis til þess aö unnt sé að framfylgja lögunum og til þess að takmarka ekki um of aðgang sjávarútvegsins að eigin fé. Hins vegar er ekki komin nein lína í það hvernig menn sjá lausnina á þess- um málum. Það verður hins vegar alltaf brýnna og brýnna aö finna ein- hverja lausn. Ekki einungis vegna þess að sjávarútvegsfyrirtækin eru í aukn- um mæli komin á hlutabréfamarkað heldur líka vegna þess að miklar breyt- ingar eru að verða í ísienskum sjávar- útvegi og þær breytingar kalla á alls kyns samstarf við erlenda aðila um frumvinnslu, framhaldsvinnslu og markaðssetningu á afurðum. Ef við af- sölum okkur öllum möguleikum til þess að eiga samstarf við erlenda aðila, nema þá með einhverjum takmörkuð- um eða þrengjandi hætti, þá erum við að kasta tækifærum á glæ." Einhverjar takmarkanir nauðsynlegar Ert þú þá fylgjandi ótakmörkuðum heimildum útlendinga til fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi, eða sérð þú fyrir þér einhverjar hömlur áfram? „Ég gæti hugsað mér að það væru einhverjar takmarkanir í þessum efn- um, sérstaklega á beinni erlendri eign- araðild að fyrirtækjum í sjávarútvegi. Ég teldi rétt að settar yrðu fram tvær meginspurningar. í fyrsta lagi hvort sjávarútvegsfyrirtækið væri undir virkri meirihlutaeign erlendra aðila. Ef svo væri, þá er spurningin sú hvort þetta fyrirtæki starfaði þannig að virð- isaukinn af starfseminni væri minni inni í landinu en almennt hjá öðrum fyrirtækjum. Ef hann væri ámóta og jafnvel meiri en hjá öðrum fyrirtækj- um í greininni, þá sæi ég ekki að nein ástæða væri til aðgerða. En ef verið væri að flytja virðisauka af starfsem- inni út úr Iandinu í krafti virkra er- lenda yfirráða, þá fyndist mér að sá möguleiki ætti að vera fyrir hendi að fara mætti fram á að fyrirtækið breytti um rekstrarhætti. Ef slíkt gengi ekki ætti að vera heimilt að knýja þá er- lendu aðila sem þarna ættu hlut að máli til þess að selja sig út úr fyrirtæk- inu. Með þessu móti yrði virðisaukinn af starfseminni aðalatriði málsins." Virðisaukinn inni í landinu „Hins vegar er þetta mjög flókið mál í sjálfu sér. Sú spurning vaknar til dæmis óhjákvæmilega: Hvað með þá innlendu aðila sem flytja virðisaukann af starfseminni út úr landinu? Hver á þeirra staða að vera? Er eitthvað betra að innlendur aðili eigi fyrirtæki er- lendis og flytji fiskinn úr landi til framhaldsvinnslu erlendis og búi til virðisaukann þar en að erlendur aðili eigi í fyrirtæki hér sem heldur virðis- aukanum inni í landinu?" O SIGLINGAMÁLASTOFNUN RÍKISINS HRINGBRAUT 121, 107 REYKJAVÍK, SÍMI 25844 Eigendur skipa og báta, skipstjórar SIGLINGAMÁLASTOFNUN RÍKISINS vill að gefnu tilefni minna skipstjóra og eigendur skipa og báta á að samkvæmt lögum er skylt að láta skoða árlega öll skip og báta stærri en 6 metrar að lengd. Ennfremur viljum við benda kaupendum skipa og báta á að ganga ætíð úr skugga um að lögbundnar skoðanir hafi farið fram, svo og skuldaskil, og tilheyrandi búnaður fylgi við eignaskipti. Siglingamálastjóri ÆGIR APRÍL 1994 13

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.