Ægir - 01.04.1994, Page 14
A að heimila fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi á Islandi?
Innan sjávarútvegsins eru skoðanir skiptar um hvort leyfa eigi útlendingum að fjárfesta í ís-
lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Til eru þeir sem óttast að með því að leyfa slíkar fjárfestingar
séu íslendingar að afsala sér yfirráðum yfir stærstu og langþýðingarmestu auðlind sinni í hend-
ur útlendinga. Aðrir telja þennan ótta ástæðulausan og telja raunar slíka fjárfestingu erlendra
aðila lífsnauðsynlega fyrir sjávarútveginn hér á landi, ekki síst í ljósi sívaxandi samvinnu og
samkeppni í sjávarútvegi víða um lönd. Þá sé útveginum nauðsyn að geta aflað sér fjármagns
víðar en á hinum agnarsmáa íslenska fjármagnsmarkaði. Ægir leitaði til fjögurra áhrifamanna í
íslenskum sjávarútvegi og lagði fyrir þá spurninguna: „Á að leyfa fjárfestingar erlendra aðila í ís-
lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum?"
Siguröur Einarsson
Óskar Vigfússon
Jóhann A. Jónsson
Helgi Laxdal
Siguröur Einarsson,
framkvæmdastjóri í
Vestmannaeyjum:
„Ég tel að við ættum að
hafa reglurnar með þeim
hætti að unnt væri að vinna
eftir þeim. Ljóst er að regl-
urnar eru með þeim hætti
nú að það er ekki hægt að
fara eftir þeim og þá er um
tvennt að ræða: Annars veg-
ar að framfylgja núgildandi
lögum, hins vegar að breyta
þeim. Ég held að það sé
hættulaust fyrir íslendinga
þó að útlendingar eigi ein-
hvern lítinn hlut í íslensk-
um sjávarútvegsfyrirtækjum
og tel raunar að slíkt gæti á
margan hátt verið gagnlegt
fyrir íslendinga. Menn
verða að muna að þó að út-
lendingar eigi hlut í íslensk-
um sjávarútvegsfyrirtækj-
um, þá þurfa þeir að fara
eftir íslenskum lögum og
reglum eins og íslendingar.
Ég held þess vegna að allur
ótti í þessu sambandi sé
ástæðulaus."
Oskar Vigfússon, forseti
Sjómannasambands
Islands:
„Ég geri ráö fyrir að til
lengri tíma litið sé okkur Is-
lendingum nauðsynlegt að
fá inn í landið erlent
áhættufjármagn til þess að
auka hagvöxt og hagsæld.
Hins vegar geri ég mér grein
fyrir því að erlendir fjárfest-
ar verða ekki ginnkeyptir
fyrir því að láta áhættufé af
hendi nema í þá auðlind
sem gæfi eitthvað af sér, þ.e.
sjávarútveginn. Ef við leyf-
um slíkt verður það að vera
með ströngum skilyrðum,
svo sem lagaákvæðum um
að útlendingar geti ekki náð
meirihlutaeign í sjávarút-
veginum. Ég tel mestu máli
skipta að okkur íslending-
um takist að lyfta okkur upp
úr þeirri efnahagslegu lægö
sem við höfum verið í og
hefur meðal annars endur-
speglast í atvinnuleysi og
slæmri afkomu fyrirtækj-
anna. Þess vegna verður
raunsæi að ríkja í þessum
efnum og menn verða að
leggja kalt mat á stöðuna og
sleppa allri tilfinningasemi."
Jóhann A. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri á Þórshöfn:
„Ég tel að þróunin í sjáv-
arútvegi og í heimsmálun-
um sýni að við getum ekki
til lengri tíma litið ætlað
okkur aö koma í veg fyrir
fjárfestingu erlendra aðila í
íslenskum sjávarútvegi. Hins
vegar tel ég rétt að ganga
mjög hægt um gleðinnar dyr
í þessu eins og svo mörgu
öðru. Við skulum líta rétt
sem snöggvast á það sem er
að gerast í sjávarútvegi okkar
núna. Útgerðarfyrirtækin
eru farin að sækja á fjarlæg
mið og íslensk sjávarútvegs-
fyrirtæki hafa í auknum
mæli skoðað fjárfestingar-
möguleika í öðrum löndum.
Við eigum hér á landi mik-
inn og góðan mannafla til
starfa í sjávarútvegi, til sjós
og lands, og ég tel að við
ættum að hasla okkur völl í
útlöndum meira en hingað
til, einkum vegna þess að
við íslendingar virðumst
komnir aö endimörkum þess
sem landhelgi okkar býður.
Samhliða þessari þróun tel
ég að þróunin verði sú að er-
lend fyrirtæki skoði fjárfest-
ingarmöguleika hérlendis,
telji þau þá vera sér hag-
stæða, og ég tel að við eigum
ekki að leggja alfarið blátt
bann við slíkri fjárfestingu
heldur opna gættina, en fara
varlega. Ég tel að þetta sé al-
heimsþróun og held að við
hljótum að geta haft stjórn á
hlutunum hér heima hjá
okkur. Við getum haft mik-
inn hag af því að fjárfesta í
14 ÆGIR APRÍL 1994