Ægir - 01.04.1994, Page 15
taekifærum annars staðar og vib
getum líka haft hag af fjárfesting-
um erlendra aðila hér."
Helgi Laxdal, formabur
Vélstjórafélags íslands:
„Ef ég ætti að svara þessu án
þess að taka tillit til veruleikans
myndi ég svara þannig að slíkt
Spurning
mánabarins
væri óæskilegt. Vib lifum af sjáv-
arútvegi og ef útlendingar ættu
stóran hluta af útveginum mynd-
um við missa stjórn á rekstrinum
og réðum þar af leiöandi ekkert
yfir honum lengur. Aftur á móti,
ef litiö er á veruleikann, erum við
abilar ab EES og samkvæmt þeim
samningum eiga útlendingar
sama rétt og við til þess að reka
fyrirtæki á íslandi. Við höfum
hugsað okkur að útiloka útlend-
inga frá sjávarútveginum. Það er
hins vegar mjög erfitt. Fyrirtæki
sem er í eigu annars fyrirtækis
getur verið eignaraðili að enn
öðru fyrirtæki. Eg sé því ekki í
hendi mér hvernig hægt er ab
útiloka eignaraðild útlendinga.
Þá vantar fjármagn inn í sjávarút-
vegsfyrirtækin eins og öll önnur
fyrirtæki á Islandi og þar á ég
einkum við áhættufjármagn. Eins
og staðan er nú veitir okkur ekki
af viðbótarfjármagni, en menn
verða hins vegar að fara varlega í
þessar sakir allar." □
PCB mengun í dýrum
Nýlegar rannsóknir á dýrum sem gerðar
hafa verið á Svalbarða leiða í ljós að í dýrun-
um er jafnmikið af eiturefninu PCB og í
hliðstæðum dýrategundum sem lifa í mestu
iðnabarhéruðum Evrópu. Niðurstöður gáfu
til kynna að í dýrunum voru allt að tuttugu
milligrömm af PCB á hvert kílógramm, sem
er langt yfir hættumörkum.
Norway News
Fagnar EES-samningnum
Norskur skipstjóri segir í viötali við blaðið
Fiskaren að það sé eins gott að EES-samning-
urinn hafi tekið gildi. Ástæða þessara um-
mæla er sú, að skipstjórinn auglýsti eftir
mannskap á netabát sinn og eina umsóknin
sem barst kom frá Englendingi. Þrátt fyrir
umtalsvert atvinnuleysi í Noregi hefur geng-
ið illa að fá sjómenn til starfa á fiskiskipum.
Fiskaren
ISLENSK HÖNNUN
ISLENSK FRAMLEIÐSLA
POSTUR OG SIMI
Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og simstöðvum um allt land.
9
RM 64L 1
Jyrir farsíma í skip og báta
Nú er hægt að skrá einka-
símtöl áhafna svo hver og
einn greiði símkostnað í
samræmi við notkun.
ÆGIR APRÍL 1994 15