Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1994, Qupperneq 30

Ægir - 01.04.1994, Qupperneq 30
ar kvóta undanfarin ár, en yfirleitt hef- ur ekki tekist að veiða upp í kvótann. Það gæti þó breyst nú því fyrirsjáanlegt er að niðurskurður í þorskveiðikvóta á þessu fiskveiðiári mun ýta enn fleirum út í rækjuveiðar. Unnur Skúladóttir fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sem er helsti sérfræðingur okkar í rækjunni, staðfestir að rækjan er ekki ótæmandi auðlind. Hún er sammála Snorra í því að aðalástæðan fyrir aukningunni sem orðið hefur sé brotthvarf þorsksins. „Þorskurinn er óvinur rækjunnar núm- er eitt þótt rækjan sé ekki aðalfæða þorsksins. Hann étur rækjuna bæði smáa og stóra og hefur því veruleg áhrif á nýliðun stofnsins. Þetta kom glöggt í ljós þegar sterku þorskárgang- arnir frá 1983 og 1984 komu til skjal- anna, þá dró verulega úr rækjuveiðun- um. Það er slæmt fyrir rækjuna ef tveir sterkir þorskárgangar í röð komast upp. Niðurstöður togararallsins benda til þess að þorskárgangurinn frá 1993 sé nokkuð sterkur. Ef svo er má búast við að hann fari að gera usla í rækj- unni á næsta ári. En rækjan á fleiri óvini. Þar má nefna ýsuna og inni á fjörðum gerir marhnúturinn verulegan skurk. Svo hafa heyrst sögur af því að hvalir éti rækju. Það hefur heyrst af hrefnu sem veiddist og reyndist vera full af rækju, en þær sögur eru óstaðfestar." Menn hafa velt því fyrir sér hvort rækjan sem veiðist á djúpmiðum sé af sama stofni og sú sem veiðist inni á fjörðum. Mikill stærðarmunur er á henni, í kilóinu af rækju sem veiðist vestur á Dohrnbanka eru þetta 50-70 stykki og jafnvel minna, en allt upp í 200 stykki í kílóinu af innfjarðarækju. Snorri er á því að þetta sé sami stofn- inn, en Unnur er honum ekki sam- mála. Hún viðurkennir að lítið sé vitað um rækjuna meðan hún er á lirfustig- inu, en eftir að hún veröur botnlæg er það álit fiskifræðinga að hún sé stað- bundin. Það renni líka stoðum undir það að um mismunandi stofna sé að ræða að rækjan úti fyrir sé töluvert stærri við kynþroskaaldur en sú sem er inni á fjörðum. 40% verðfall á 5 árum Það eru blikur á lofti í rækjuveiðun- um, ekkert síður en í öðrum greinum sjávarútvegs. Vissulega er það ekkert sérstakt áhyggjuefni ef hún þarf að þoka af miðunum undan vaxandi fisk- gengd. En á hinn bóginn er ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni á rækju- mörkuðunum. Þar hefur orðið veruleg verðlækkun á undanförnum misser- um. Miðað við að „rækjuvísitalan" hafi verið 100 árið 1986 þá var hún Pétur Bjarnason, framkvaemda- stjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda: „Samkeppnin við eldisrækjuna verður æ harðari því rækjueldi vex hröðum skrefum." iíka 100 snemma árs 1989, en síðan hefur slegið í bakseglið og í janúar sl. var hún innan við 60. Það er 40% verðfall á fimm árum. Það hefur orðið veruleg breyting á rækjumarkaði á síðustu árum. „Á átt- unda áratugnum var rækjan soðin um borð og fullunnin í landi. Áður var Evrópa stærsti markaðurinn, en á síð- ustu árum hafa Japanir keypt meira og meira af rækjunni og þeir vilja fá hana frysta ferska í skelinni. Það hefur bjarg- að því sem bjargaö verður að jenið hef- ur verið að styrkjast. En þessi verð- lækkun gildir um allar okkar afurðir og er vissulega áhyggjuefni, einkum vegna þess að hún kemur á sama tíma og afli dregst saman," segir Snorri. Hann segist selja rækjuna undir eig- in merki í gegnum Fiskmiðlun Norður- lands og virðist það ætla að gefa góða raun. „Það er í sjálfu sér ekki mikill munur á kröfunum sem gerðar eru nú og var áður. Það er gerð mikil krafa um vöruvöndun og útlit rækjunnar og þótt sjófrysting sé umdeild verkunaraðferð þá á hún fullan rétt á sér í rækjuveið- unum. Rækjan má ekki vera orðin meira en fjögurra tíma gömul þegar hún er fryst, þá fer hún aö láta lit. Það væri ekki mögulegt að gera hana jafn- verömæta með öðrum hætti en að frysta hana um borö í skipunum." Markaösátak í aösigi Félag rækju- og hörpudiskframleið- enda hefur að sjálfsögðu áhyggjur af lækkandi rækjuveröi. Pétur Bjarnason framkvæmdastjóri félagsins segir að samkeppnin við eldisrækjuna verði æ harðari því rækjueldi vex hröðum skrefum. Svarið við þeirri samkeppni hljóti að vera að leggja áherslu á að rækja sem vex upp í köldum sjó sé önnur og betri vara en rækja alin í hlýj- um sjó. Þess vegna sé verjandi aö borga hærra verð fyrir kaldsjávarrækju. Helstu seljendur kaldsjávarrækju í heiminum eru þjóðirnar við Norður- Atlantshaf og er nú í gangi sameigin- legt norrænt markaðsátak í Evrópu. Þangað fer verulegur hluti rækjunnar og þar eru markaðsastæður þannig að rækjuneyslan eykst en hlutdeild kald- sjávarrækju minnkar. Það hefur tekið nokkurn tíma að samstilla krafta Norð- manna, Islendinga, Færeyinga og Grænlendinga sem hafa staðið í harðri samkeppni á mörkuðunum hingað til. En nú virðist það vera að ganga og má búast við að átakið hefjist fyrir alvöru á komandi sumri. Eins og allir vita kostar það sitt að markaðssetja vörur og þjónustu og það gildir ekkert síður um rækju en annað. Eins og hagur rækjuvinnslunnar er nú um stundir er ekki mikiö afgangs til að stunda markaðsstarf. Þess vegna hefur félagið sett fram þá kröfu að hlutur rækjuvinnslunnar í Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins renni til þessa mark- aðsátaks. Alþingi hefur til umfjöllunar frumvarp um að leggja sjóðinn niður eins og kunnugt er og segir Pétur að málaleitan félagsins hafi hlotið góðar viðtökur þingmanna. □ 30 ÆGIR APRÍL 1994

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.