Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1994, Side 33

Ægir - 01.04.1994, Side 33
STOFNMÆUNG BOINFISKA Á ÍSLANDSMIÐUM 1993 Ólafur K. Pálsson Björn Æ. Steinarsson Einar Jónsson Gunnar Jónsson Gunnar Stefánsson Sigfús A. Schopka Rannsóknaleiðangurinn „Stofnmæl- ing botnfiska á íslandsmiðum 1993" fór fram 2.-17. mars. Til verksins voru leigðir 5 togarar, Bjartur NK 121, Brett- ingur NS 50, Hoffell SU 80, Múlaberg ÓF 32 og Rauðinúpur ÞH 160. Teknar voru 597 togstöðvar á landgrunninu allt umhverfis landið niður á 500 m dýpi og að miðlínu milli íslands og Færeyja. Þar af voru teknar um 28 aukastöðvar á grunnslóð. Skráðar teg- undir fiska og hryggleysingja reyndust 75 talsins eða um 655 þúsund dýr. Lengdarmældar voru 45 fisktegundir, alls tæplega 348 þúsund fiskar, þar af um 41 þúsund, þorskar, 72 þúsund ýsur, 55 þúsund gullkarfar, 46 þúsund skrápflúrur og um 19 þúsund steinbít- ar. Tólf tegundir voru kyngreindar. Kvörnum til aldursgreiningar var safn- aö af 15 tegundum, þar á meðal þorski, ýsu og ufsa, alls 10459 kvarna- sýni. Umfangsmikil vigtun fisks hófst í þessum leiðangri og beindist að þorski, ýsu og ufsa. Allir kvarnaðir fiskar þess- ara tegunda voru einnig vigtaðir óslægðir og slægðir auk þess sem lifur var vegin. Fæða þorsks var rannsökuð og fór úrvinnsla fæðusýna fram jafnharðan í leiðangrinum. Helstu tegundir bráöar voru greindar, fjöldi dýra ákvarðaður og vegin og fiskbráð lengdarmæld. Fæðusýnum var safnað á 2 stöðvum í hverjum reit, samtals úr 4240 þorsk- um. Þetta verkefni er liður í sérstakri áætlun um fjölstofnarannsóknir. Sýnum til mælinga á orkuinnihaldi var safnað af 15 tegundum fiska og hryggleysingja í tengslum við rann- sóknir á fæðunámi sela hér við land. í eftirfarandi köflum er gerð grein fyrir nokkrum niðurstöðum um líf- fræðilega þætti og stofnvísitölur helstu fiskstofna, þ.e. þorsks, ýsu, karfa, stein- bíts og skrápflúru. Ennfremur er nú gerð grein fyrir nokkrum líffræðilegum þáttum minni stofna, þ.e. skarkola, löngu, blálöngu, keilu og lúðu. Umhverfisþættir Hitastig sjávar við botn og í yfir- borði var mælt í leiðangrinum. Á 1. mynd má sjá meðalhita úr þessum mælingum á þeim tíma sem verkefnið hefur staðið yfir, þ.e. á árabilinu 1985-1993. Hitastig sjávar er með tveimur undantekningum undir með- allagi á öllum miðum hvort heldur lit- ið er á botn- eöa yfirborðshita. Botn- hiti sjávar er undantekningarlaust lægri en tvö undanfarin ár. Botnhitinn er sérstaklega lágur á Austurmiðum svo og í Rósagarðinum. Á öðrum miðum er hann að vísu undir meðallagi en ekki þó stórlega. Ef litið er á sjávarhit- ann öll árin einkennist hann af tveim- ur toppum við upphaf og undir lok tímabiisins. Þar á milii er lægð sem er dýpst árið 1989 þegar kalt var á öllum miðum. Eftir til- tölulega hlý ár 1991 og 1992 virðist sjávarhiti fara aftur lækkandi 1993. Veðurfar í mars 1993 á meðan rannsóknirnar stóðu yfir var með besta móti. Engar brælur voru og vindhraði yfir 25 hnútum var sjaldnar en áður hefur mælst. Frátaf- ir vegna veðurs voru því nánast engar. Suðlægar áttir voru ríkjandi, mest SV- og þá SA-átt. Lengdardreifingar Lengdardreifingar eru reiknaðar með tvennskonar hætti. Lengdar- dreifngar þorsks, ýsu, gullkarfa og steinbíts sýna reiknaðan heildarfjölda fiska á hverju lengdarbili, þ.e. á hverj- um cm hjá þorski, ýsu og gullkarfa en á hverjum þremur cm hjá steinbít. Hjá öðrum tegundum sýna lengdardreif- ingar meðalfjölda fiska á togmílu á hverju lengdarbili. Þorskur Lengdardreifing þorsks einkennist af toppi og öxl ungfisks minni en 30 cm að lengd, þ.e. þorski á bilinu 10-15 cm og á bilinu 25-30 cm, en þessi fiskur er ekki stór hluti aflans (2. mynd a). Bróö- urpartur aflans er fiskur á lengdarbilinu 35-65 cm. Hjá stærri fiskinum myndar lengdardreifingin nánast einn topp þar sem aöeins einn árgangur sker sig úr við 50 cm lengd, en þetta er árgangur 1989. Árgangurinn sem myndar topp um 12 cm er 1 árs fiskur en 2ja ára fisk- urinn myndar topp við 25 cm. Þessir árgangar koma bæði fram á norður- og suðursvæði, en 2ja ára þorskurinn hefur vaxið aðeins hraðar á L 89 1. mynd. Hitastig sjávar viö botn eftir svæöum í stofnmælingum 1985-93. ÆGIR APRÍL 1994 33

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.