Ægir - 01.04.1994, Síða 38
þessu svæöi er lítil verður að taka þá
lækkun í meðalþyngd sem lesa má út
úr gögnunum með fyrirvara.
Ýsa
Meðalþyngd ýsu á suðursvæði
reyndist allbreytileg eftir aldri árið
1993 miðað við 1992 (15. mynd).
Þannig hækkaði meðalþyngd tveggja,
fjögurra og fimm ára ýsu örlítið miðað
við 1992 en lækkaði á þriggja, sex ára
og eldri ýsu. Þessa breytileika varð
einnig vart á norðursvæði en meðal-
þyngd ýsu frá tveggja til sex ára reynd-
ist ívið lægri 1993 en árið á undan. Hjá
7 og 8 ára ýsu reyndist meðalþyngdin
árið 1993 nokkru hærri en árið 1992 á
norðursvæði en hafa ber í huga að fáar
athuganir liggja að baki þessari niður-
stöðu og verður því að taka hana því
með nokkrum fyrirvara (16. mynd).
Stofnvísitölur
Frá upphafi stofnmælingarinnar
hafa verið reiknaðar svokallaðar SMB-
vísitölur. Þessar stofnvísitölur eru gefn-
ar upp í fjölda fiska og í þyngd. Reikn-
aður er meðalfjöldi/þyngd fiska í stað-
altogi (4 sjm.) á undirsvæðum sem af-
markast af reitum með sömu veiðilíkur
þorsks. Meðaltal allra undirsvæða er
síðan vegið með flatarmáli svæðanna.
Meðalafli í togi sem fæst á þennan
hátt er síðan margfaldaður með hlut-
falli heildarflatarmáls rannsóknasvæð-
Skrápflúni
17. mynd. Stofnvísitöiur helstu
fisktegunda (þús. tonn) í
stofnmælingu botnfiska 1985-93.
isins og yfirferðar (flatarmáls) botn-
vörpunnar í staðaltogi og fæst þá fyrr-
nefnd SMB-vísitala. í þessum kafla
verður gerð grein fyrir stöðu helstu
fiskstofna með tilliti til þessarar vísi-
tölu.
Af ýmsum ástæðum er SMB-stofn-
vísitalan í mörgum tilvikum lægri en
raunveruleg stofnstærð: í fyrsta lagi er
lóðrétt opnun botnvörpunnar um 2-3
m þannig að fiskur sem heldur sig
lengra frá botni er utan gagnasöfnun-
arsviðsins. í öðru lagi má gera ráð fyrir
að hluti þess fisks sem lendir í opi
vörpunnar sleppi áður en hann berst
inn í vörpuna og í þriðja lagi að eitt-
hvað sleppi út um möskva vörpunnar.
Framangreindir þættir eru að sjálf-
sögðu mismunandi eftir tegundum og
stærðardreifingu viðkomandi tegund-
ar, en aðferðin gerir ráð fyrir að sama
tegund sýni svipaða hegðun frá ári til
árs.
Þorskur
Stofnvísitala þorsks árið 1993 var
238 þús. tonn en var 216 þús. tonn
árið 1992 og um 290 þús. tonn 1990
og 1991 (17. mynd). Samkvæmt þessu
er stofninn því í mikilli lægð miöað
við fyrstu 5 stofnmælingarinnar þegar
vísitalan var 400-550 þús. tonn. Stað-
alfrávik mælingarinnar nú er óvenju
hátt eða 17% og niðurstaðan því meiri
óvissu háð en áður (18. mynd).
W-, 7S.
18. mynd. Hiutfallslegt staðalfrávik
stofnvísitalna helstu fisktegunda í
stofnmælingum 1985-93.
Ýsa
Stofnvísitala ýsu hefur verið vax-
andi frá árinu 1991 þegar hún var 263
þús tonn, en var 350 þús tonn árið
1993. Samkvæmt þessu er ástand
stofnsins svipað og á árunum 1987-90
þegar vísitalan var í hámarki. Þessa
hækkun vísitölu má fyrst og fremst
rekja til stóru árganganna frá 1989 og
1990. Staðalfrávik mælingarinnar var
með lægsta móti eða 11%, en var hæst
23% árið 1985.
Gullkarfi
Stofnvísitala gullkarfa mældist nú
svipuð og verið hefur frá árinu 1991
eða 236 þús. tonn. Fyrstu 5 ár stofn-
mælingarinnar var vísitalan hins vegar
oftast 400-500 þús tonn.
Steinbítur
Frá því stofnmæling botnfiska hófst
árið 1985 hefur stofnvísitala steinbíts
mælst frá 43 þús. tonnum 1985 niður í
27 þús. tonn 1988, en mældist 32 þús.
tonn í ár sem er mjög svipað og mælst
hefur síðustu 4 árin. Reyndar má segja
að stofnvísitalan hafi verið svipuð allt
frá 1986 (17. mynd). Staðalfrávik vísi-
tölunnar hefur verið tiltölulega lágt og
svipað á tímabilinu eða 10-14% og var
9% í mars 1993. Undanfarin ár virðist
stofnstærð steinbíts hafa verið í jafn-
vægi. Margir árgangar hafa verið í
stofninum og litlar sveiflur í afla frá ári
til árs.
Skrápflúra
Af þeim botnfiskstofnum sem eru
mældir í stofnmælingu botnfiska en
ekki eru nýttir að marki hefur skráp-
flúrustofninn mælst stærstur. Stofnvísi-
talan hefur verið frá 42 þús. tonnum
árið 1989 til 62 þús. tonna árið 1986,
en mældist nú 56 þús. tonn. Vísitalan
lækkaði stöðugt tímabilið 1986-1989 í
lágmarksstærð en hefur hækkað stöð-
ugt síðan. Þessar vísitölur gefa til kynna
að hér sé um nokkuð stóran ónýttan
stofn að ræða (17. mynd). Staðalfrávik
er lægst af þeim tegundum þar sem
reiknuð hefur verið stofnvísitala, eða
6-8%, og er það í samræmi við tiltölu-
lega jafna útbreiðslu þessa fisks.
38 ÆGIR APRÍL 1994