Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1994, Qupperneq 39

Ægir - 01.04.1994, Qupperneq 39
Nýliðun þorsks og ýsu Nýli&un uppvaxandi árganga þorsks og ýsu er nú metin með svonefndri Gamma-Bernoulli vísitölu. Skv. þeirri aðferð er gert ráð fyrir að ákveðnar lík- ur séu á að fá engan afia á tiltekinni stöð, en ef aflinn er einhver er líkinda- dreifing hans gefin með dreififalli gammadreifingar. Þorskur Línuleg aðhvarfsgreining vísitalna og VP-nýliðunar er marktæk fyrir upp- vaxandi aldursflokka þorsks (19. mynd). Niðurstöður eru þær að ár- gangar 1989 og 1990 virðast vera frem- ur slakir, enda þótt mat á þeim hafi heldur batnað með aldri í síðari mæl- ingum. Árgangar 1991 og 1992 virðast báðir vera mjög slakir, einkum árgang- ur 1991. Ýsa Línuleg aðhvarfsgreining vísitalna og VP-nýliðunar er marktæk fyrir upp- vaxandi aldursflokka ýsu (20. mynd). Árgangar 1989 og 1990 mælast mjög sterkir, einkum árgangur 1990, eins og þeir hafa gert síðustu árin. Reyndar mælist árgangur 1990 mun sterkari sem þriggja ára fiskur en sem eins og tveggja ára. Árgangar 1991 og 1992 virðast hins vegar vera undir meðallagi. Útbreiðsla átta tegunda 1985-1993 í þessum kafla er fjallað um út- breiðslu 8 tegunda án tillits til aidurs, þ.e. gullkarfa, skarkola, steinbíts, skrápflúru, keilu, blálöngu, löngu og iúðu, á öllum rannsóknatímanum, þ.e 1985-1993. í meðfylgjandi útbreiðslu- myndum er afli hverrar tegundar ár hvert (fjöldi fiska á togmílu) sem feng- ist hefur á hverri togstöð sýndur með punkti eða hring og þeim mun stærri sem afli hefur verið meiri. Sami kvarði er notaður fyrir allar tegundirnar og eru myndirnar því sambæriiegar. Hafa verður í huga að útbreiðslukort þau sem hér eru fram sett falla ekki ailtaf alveg saman við veiðislóðir viðkom- andi tegunda eins og sjómenn þekkja þær þar sem hér er fram sett útbreiðsla hvers fiskstofns í heild en ekki aðeins veiðistofns. Gullkarfi Eins og sést á 21. mynd er gullkarfi mjög algengur og veiðist í verulegu magni nánst allt í kringum landið. Langmest er þó um hann V- og SV- lands, einkum á dýpstu togstöbvum, og einnig talsvert fyrir norðan land, en minna annars staðar. 21. mynd. Útbreiðsla gullkarfa í mars 1985-93 (fjöldi fiska á togmílu). Steinbítur Mest er af steinbít á Vestfjarðamið- um, eins og alþekkt er, einkum á grunnslóð. Steinbítur veiðist lítt S- og SV-lands en reitingur er af honum á miðum N- og A-lands en þar er aðal- lega um smærri uppvaxandi steinbít ab ræða (22. mynd). 22. mynd. Útbreiðsla steinbíts í mars 1985-93 (fjöldi fiska á togmílu). Skarkoli Mest veiðist af skarkola á grunnslóð V-lands og fáeinum slóðum við suður- ströndina. Norðanlands verður hans einnig vart, mest innfjarða, í Eyjafirði, Skagafirði og Húnaflóa (23. mynd). 23. mynd. Útbreiðsla skarkoia í mars 1985-93 (fjöldi fiska á togmílu). Skrápflúra Um skrápflúru má segja að hún sé ÆGIR APRÍL 1994 39

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.