Ægir - 01.05.1994, Blaðsíða 6
HÖNNUÐUR OG SKIPSTJÓRI
Baldvin Þorsteinsson, hannaöur af Skipatækni,
afhentur Samherja á Akureyri. Bárður og Ásgeir
Guðbjartsson skipstjóri á Guðbjörgu ÍS virða fyrir
sér innviði skipsins.
árs 1993. Þessi tími varð
afar notadrjúgur því menn
gáfu sér tíma til þess að
leysa ýmis mál. Það hefur
verið mjög ánægjulegt og
fróðlegt að vinna með Ás-
geiri Guðbjartssyni skip-
stjóra á Guðbjörgu en hann
er kröfuharður maður sem
vill aðeins það besta.
Krafa stjórnvalda um að
úrelt séu skip að nákvæm-
Iega sama rúmmetrafjölda
og nýsmíðuð er fráleit að
mínu mati. Ég sé ekki til-
ganginn með þessu því nýtt
skip fær ekki veiðiheimildir
nema hafa kvóta og það er
orðinn kvóti á öllum fisk-
tegundum sem máli skipta.
Þetta kann af hafa haft
verndargildi meðan sóknar-
mark var við lýði en nú er
þetta úrelt.
Nýja Guðbjörgin er 4700
rúmmetrar meðan sú gamla
var 2700 rúmmetrar. Þetta þýðir að út-
gerðin neyðist til að kaupa heilt skip,
Rán frá Hafnarfirði, til úreldingar á
röskar 100 milljónir, eingöngu til þess
að fara eftir þessum úreltu ákvæðum.
Þessar reglur standa útgerðarmönnum
fyrir þrifum og stjórnvöld ættu að sjá
sóma sinn í því að afnema þær."
Herjólfur veldur deilum
Talið berst aftur að stóru skipi sem
Skipatækni hannaði og talsverður styr
stóð um. Það er Vestmannaeyjaferjan
Herjólfur sem mikið var í fréttum síð-
astliðið ár. Annars vegar var rætt um
meintan óstöðugleika skipsins og sjó-
hæfni sem ýmsir töldu ábótavant.
Hins vegar vöktu staðhæfingar Sigurð-
ar Ingvarssonar skipatæknifræöings í
Svíþjóð mikla athygli en hann hélt því
fram að við hönnun skipsins hefðu til-
tekin atriði sem hann hafði bandarískt
einkaleyfi á verið notuð án leyfis.
„Þetta var að mörgu leyti lærdóms-
ríkt mál. Menn voru óvanir þessu stóra
skipi og tjáðu sig opinberlega áður en
þeir höfðu náð að átta sig á eiginleik-
um þess. Reynslan hefur verið góð af
skipinu. Eftir fyrsta árið var skipið tek-
ið upp í Noregi og titringsvandamál
lagfært. Þessi vandi hefði ekki komið
upp ef farið hefði verið nákvæmlega
eftir okkar smíðalýsingu. Einnig var
föstum andveltiuggum bætt á skipið til
að draga úr veltingi þegar aðaluggarnir
eru dregnir inn.
Sigurðar þáttur Ingvarssonar er sá
að hann vildi koma inn í hönnun
skipsins á sínum tíma en það var ekki
áhugi fyrir því. Þegar hann fór að tjá
sig opinberlega um að við hefðum
stolið uppfinningum hans og ab Herj-
ólfur væri manndrápsfleyta fórum við
í meiðyröamál við hann," segir Bárður.
Málinu var fyrst vísað frá, að sögn
vegna þess að lögfræðingur Skipatækni
lagði fram of mikiö af gögnum, en var
fært til dóms á ný og er nú einhvers
staðar í myrkviðum dómskerfisins.
„Við urðum að verja hendur okkar
og þetta var eina færa leiðin. Það er
mjög leiðinlegt að standa í þessu máli
öllu saman. Við þetta tækifæri kynnt-
ist ég fjölmiðlafólki og vinnubrögðum
fjölmiðla og líkaði afar illa þab sem ég
sá. Mér þóttu vinnubrögð þeirra yfir-
borðskennd og menn virt-
ust engan áhuga hafa á að
kynna sér álit óvilhallra ab-
ila á deilunni. Þeir töldu
það ekki vera í sínum verka-
hring."
Sorgleg staða
skipasmíðastöðva
Um þessar mundir eru
erfiðir tímar í íslenskum
skipasmíðaiðnabi og skipa-
smíðastöðvar víða um land
ýmist í greiðslustöðvun eða
eiga í miklum rekstrarerfið-
leikum og eru flestar komin
í meirihlutaeigu banka og
sjóba. Hver hafa áhrif þessa
verið á starfsemi Skipa-
tækni?
„Við erum aö hluta til á
sama báti og þegar er ann-
ríki hjá skipasmiðum er svo
einnig hjá okkur. Það er
sorglegt ab vita hvernig
staðan er orðin nú. Ég hef á
20 árum séð gífurlegar breytingar en
kannski var besti tíminn milli 1970 og
1980. Síðan hefur hallað undan fæti.
Ég og fleiri bundum vonir við rab-
smíðaverkefniö sem átti að brúa bil hjá
skipasmíöastöðvunum án þess að
tryggur kaupandi væri að skipinu. Eftir
á að hyggja viröist þaö hafa verið
banabitinn. Vaxtakostnaðurinn varð
óheyrilegur því verkið tók langan
tíma. Af því má ráöa að enginn ætti að
fara út í smíöi á skipi nema hafa fastan
kaupanda og geti stöðin ekki lokið
verkinu á einu ári borgar það sig alls
ekki," segir Bárður.
í ljósi þess að margir segja að ís-
lenski fiskiskipaflotinn sé alltof stór,
mátti ef til vill sjá þessa þróun fyrir?
„Margir hafa gagnrýnt offjárfestingu
í fiskiskipum og sú gagnrýni er að
sumu leyti rétt. Þessi gagnrýni er hins
vegar orðin gömul lumma í dag því öll
skip ganga úr sér og þegar skip er orðið
20 ára gamalt er það orðið slitið og
lúið. Togari sem er keyröur 250-300
sólarhringa á ári í 20 ár er kominn á
aldur eftir þann tíma. Verbmæti ís-
lenska ísfisktogaraflotans nú er ekki
6 ÆGIR MAÍ 1994