Ægir - 01.05.1994, Blaðsíða 44
Vinnslubúnaöur: Skipið er búib rækjuvinnslubúnabi frá
Klaka sf.( sem einnig annaðist niðursetningu á búnaði. Bún-
aður er til flokkunar, suðu, pökkunar og frystingar. Flokk-
unarvél er frá Carnitech af gerð BSL; rækjusjóðari (breyttur)
frá Klaka með olíukyndingu og 15 KW rafelementi; kör,
færibönd o.þ.h. frá Klaka; tölvuvogir frá Póls-Rafeindavör-
um hf., þrjár af gerð S125; auk þess bindivél o.fl.
Frystibúnaður: Á vinnsluþilfari eru tveir láréttir 14 stöðva
Gram plötufrystar af gerð HPF-M-2-30-14, afköst 5 tonn af
rækju á sólarhring hvor. B.b.-megin á efra þilfari er lausfrystir
frá Slippstöðinni/Gram, afköst 5 tonn af rækju á sólarhring.
Loft og síður vinnuþilfars eru einangraðar með steinull, loft
klætt með plasthúðuöum krossviði og síður með ryðfríu stáli.
Fiskilest (frystilest)
Almennt: Lestarrými er um 125 m3 að stærð og er lestin
útbúin fyrir geymslu á frystum afurðum.
Frágangur, búnaður: Síður, þil og botn lestar er einangrað
með polyurethan og loft með steinull, og er lestin klædd
meö plasthúðuðum krossviði. Kæling er með kælileiðslum í
lofti lestar og lestinni er skipt í hólf meö tréborðauppstill-
ingu.
Lúgubúnaður, afferming: Aftast á lest, s.b-megin, er eitt
lestarop (1500 x 1820 mm) meö álhlera á karmi. Fiskilúga er
fremst á vinnuþilfari. Á efra þilfari, upp af lestarlúgu á
neðra þilfari, er losunarlúga (2150 x 2180 mm) með stál-
hlera slétt við þilfar.
Fyrir affermingu er losunarkrani, s.b.-megin á efra þilfari.
Vindubúnaður, losunarbúnaður
Almennt: Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (há-
þrýstikerfi) frá Nörlau A/S og er um að ræða tvær togvindur,
fjórar grandaravindur, tvær hífingavindur, tvær hjálpar-
vindur afturskips fyrir pokalosun og útdrátt á vörpu og tvær
bakstroffuvindur. Auk þess er viðbótartogvinda frá Fish and
Ships Gear A/S fyrir miðvír og ein Pullmaster smávinda fyrir
hífingu á lóði. Losunarkrani er frá HMF.
Togvindur: Aftast á neðra þilfari, í sérstöku vindurými, eru
tvær togvindur (splittvindur), hvor búin einni tromlu og
knúin af einum vökvaþrýstimótor.
Tæknilegar stærðir (hvor togvinda):
Tromlumál.................. 325 mmo x 1250 mmo
x 870 mm
Víramagn á tromlu.......... 1460 m af 22 mmo vír
Togátak á miðja tromlu..... 8.9 tonn
Dráttarhraði á miðja tromlu.. 69 m/mín
Vökvaþrýstimótor........... Bauer HMH 9-130-110
Afköst mótors.............. 140 hö
Þrýstingsfall................ 180kp/cm2
Olíustreymi................ 370 1/mín
Þriðja togvindan er af gerð SP16 (notuð), búin einni
tromlu (325 mmo x 1200 mmo x 1100 mm), sem tekur um
1500 m af 24 mmo vír og knúin af Hagglunds 6170 vökva-
þrýstimótor. Togátak vindu á miðja tromlu er 8.5 tonn.
Vindan er staðsett á efra þilfari, b.b.-megin, framan við brú.
Grandaravindur: Grandaravindur eru fjórar af gerðinni
MJ9, staðsettar fremst á efra þilfari. Hver vinda er búin
einni tromlu (300 mmo x 1450 mmo x 510 mm) og knúin
af Bauer HMJ 9-9592 vökvaþrýstimótor, togátak vindu á
tóma tromlu (1. víralag) er 10 tonn og tilsvarandi dráttar-
hraði 65 m/mín. Tvær vindurnar eru auk þess búnar útkúpl-
anlegum keðjuskífum, gerö MJ9-k20.5, og notaðar einnig
sem akkerisvindur.
Hífingavindur: Tvær hífingavindur af gerðinni MB7 eru á
brúarreisn, aftan við brú. Hvor vinda er búin einni tromlu,
önnur með tromlumálin 273 mmo x 650 mmo x 300 mm,
RÁÐGARÐUR
SKIPARÁÐGJÖF
Óskar eigendum og áhöfn
Eyborgar EA til hamingju
með nýja skipið.
Einnig þökkum við
ánægjulegt samstarf við
hönnun og smíði skipsins.
SNORRISNORRASON
RÁÐGARÐUR SKIPARÁÐGJÖF HF.
Nóatúni 17 - Pósthólf 5040 - 125 Reykjavík
Sími 91 - 68 66 88 - Telefax 91 - 62 36 88
44 ÆGIR MAÍ 1994