Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1994, Blaðsíða 40

Ægir - 01.05.1994, Blaðsíða 40
EA53 EYBORG EYBDRG HRÍSEY Frá tæknideild. Nýtt tveggja þilfara skuttogveiðiskip bœttist við flota Hríseyinga 24. apríl sl., en þann dag kom Eyborg EA 59 til heimahafnar sinnar, Hríseyjar. Skipið, sem er hannað af Ráðgarði Skiparáðgjöf hf., er smíðað hjá skipasmíðastöðinni Estaleiros Sao Jacinto, Aveiro í Portúgal, smíðanúmer 188. Skipið er síðasta í röð fjögurra systurskipa, sem smíðuð voru í Portúgal. Hið fyrsta var Haukafell SF (9. tbl. Ægis 1990), þá Þinganes SF (2. tbi. Ægis 1991) og því nœst Æskan SF (6. tbl. Ægis 1991). Ákveðnar breytingar hafa verið gerðar á fyr- irkomulagi og búnaði frá fyrri skipunum, m.a. er Eyborgin með búnað til rœkjufrystingar og er eingöngu búin til tog- veiða. Þá er aðalvélin mun aflmeiri og togvindur þrjár, þannig að unnt verður að draga tvö troll. Eigandi Eyborgar EA er Borg hf., Hrísey. Skipstjóri á skip- inu er Gunnar Jakobsson og yfirvélstjóri Sigurður Skúlason. Framkvœmdastjóri útgerðar er Birgir Sigurjónsson. Almenn lýsing Almennt: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki * 1A1, Stern Trawler, Ice C, * MV. Skipið er með tvö þilför stafna á milli, perustefni, gafllaga skut, skutrennu upp á efra þilfar og brú á reisn framan við miðju á efra þilfari. Rými undir neðra þilfari: Undir neðra þilfari er skipinu skipt með sex þverskipsþilum (fjögur vatnsþétt) í eftirtalin Mesta lengd..................................... 25.99 m Lengd milli lóðlína (HVL)....................... 23.40 m Lengd milli lóðlína (perukverk)................. 21.65 m Breidd (mótuð)................................... 7.90 m Dýpt að efra þilfari............................. 6.20 m Dýpt að neðra þilfari............................ 3.80 m Eigin þyngd....................................... 411 t Særými (djúprista 3.80 m)......................... 514 t Burðargeta (djúprista 3.80 m)..................... 103 t Lestarrými ....................................... 125 m3 Brennsluolíugeymar............................... 48.9 m3 Ferskvatnsgeymar.................................. 15.0 m3 Stafnhyiki (ferskvatn)............................ 6.6 m3 Brúttótonnatala................................... 268 BT Rúmlestatala...................................... 165 Brl Ganghraði (reynslusigling)........................ 11.4 hn Skipaskrárnúmer.................................. 2190 40 ÆGIR MAÍ 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.