Ægir - 01.05.1994, Blaðsíða 8
hátt. Þetta er fjárfesting sem búið er að
afskrifa."
Þá minntist enginn á offjárfestingu
„Fyrstu frystitogararnir komust í
gagniðl982. Þegar fjölmiðlamenn
voru að reikna út verðmætið sem kom
inn í þjóðarbúið af Smugu- og út-
hafskarfaveiðum varð það niðurstaða
þeirra að sá afli lyfti efnahag þjóðar-
innar en það var einmitt öflugur og
vandaður fioti sem gerði þetta kleift.
Þá minntist enginn á offjárfestingu.
Eðlilegur iíftími skips sem fær eðli-
legt viðhald gæti verið 25 ár. Eftir
þann tíma er viðhaldið orðið gífurlegt
og þá má búast við að framþróun hafi
orðið í tækni sem gerir endurnýjun
sjálfsagða.
Fyrsta skipið sem ég hafði eftirlit
með smíði á kom til landsins 1972.
Þetta var Júlíus Geirmundsson sem nú
liggur hjá skipasmíðastöðinni í Noregi
gjörsamlega útslitinn. Það er mjög
erfitt að finna kaupanda að svona
skipum.
Menn sjá ofsjónum yfir þeim verð-
mætum sem liggja í fiskiskipaflotan-
um. Þetta er undirstaða 80% gjaldeyr-
isteknanna," segir Bárður.
„Staðreyndin er sú að meðalaldur ís-
lenska flotans er að nálgast 25 ár. Að
mínu mati er endurnýjunarþörfin
brýnust í loðnuflotanum. Það eru ekki
nema 12-13 nótaskip í flotanum sem
standa undir nafni. Hitt eru mis-
gamlir kláfar sem búið er marg-
breyta, stækka og lengja. Þaö eru
að verða miklar framfarir og
auknar kröfur í mjölvinnslunni
sem kalia á að skipin komi með
betra hráefni aö landi til þess að
verksmiðjurnar geti framleitt há-
gæðamjöl og skapað þannig
stóraukin verðmæti. Þessu þurf-
um við að hyggja að í tíma.
Okkur vantar stór og öflug
nótaskip með sjókælitönkum
sem geta sinnt þessu og veitt
norsk-íslensku síldina sem á eftir
að koma aftur innan fárra ára.
Það er lykillinn að því að geta
nýtt stærsta hluta hennar til
manneldis."
Á árunum milli 1974 og 1980 höfðu
stjórnvöld meiri afskipti af skipasmíð-
um en nú tíðkast. Þá komu menn
gjarna beint ofan úr ráðuneyti með
skuttogaraleyfið nýstimplað í vasan-
um. Nú er horft meira til þess hve vel
„ Við eigum ekki eftir að
smíða stóra frystitogara hér
á íslandi á nœstu árunt. Ég
tel að við eigum að einbeita
okkur að minni skipum,
tiámark 40 metra löngum,
skipum sem við getum byggt
á 8-10 mánuðum."
sú útgerð stendur á eigin fótum sem
vill eignast skip og pólitísk fyrir-
greiðsla vegur ekki eins þungt og áður.
„Þessi vinnubrögð heyra sögunni til
og bíða sagnfræðinga framtíðarinnar,"
segir Bárður.
Eigum ekki eftir að smíða
stóra togara á íslandi
En heyra skipasmíðar á íslandi sög-
unni til. Er niðurlæging greinarinnar
orðin slík að ekki verði snúið til baka?
„Við eigum ekki eftir aö smíða stóra
frystitogara hér á íslandi á næstu árum.
Ég tel að við eigum að einbeita okkur
að minni skipum, hámark 40 metra
löngum, skipum sem við getum byggt
á 8-10 mánuðum. Eina til tvær stöðvar
þarf til að sinna þessu. Það er orðin
mikil sérhæfing í þessari grein og mikl-
ar kröfur um framleiðni og stöðug
verkefni og slíkt næst ekki nema stöðv-
arnar séu á alþjóðlegum markaði."
Nú hefur íslendingum ekki gengið
sérlega vel að keppa við erlendar skipa-
smíðastöðvar. Hver er ástæðan?
„Fyrirtækin hafa lifað við mjög
óstöðugt umhverfi gegnum tíðina. Það
er staðreynd að víða erlendis tíðkast
styrkir og niðurgreiðslur í ýmsum
myndum í þessari grein.
Afturhaldssjónarmið
Mér finnst að ríkisvaldiö eigi ekki
að skipta sér of mikið af þessum at-
vinnuvegi. Ríkisvaldið á að skapa
stöðugleika og hagstætt umhverfi en
beinir styrkir eru ekki æskilegir. Þá
sofna menn á verðinum. Við verðum
að komast meira í verkefni fyrir út-
lendinga og afnema gamaldags reglur
um það hvaða skip megi þjónusta hér
og hver ekki. Þetta eru afturhalds-
sjónarmið að mínu viti. Það eru örfá
ár síðan grænlenskir rækjutogarar fóru
að koma hingað en það varð lyfti-
stöng fyrir marga. Nýlegt dæmi um
breskan togara, sem keypti hér vara-
hluti og kaupin urðu að lögreglumáli,
sýnir glöggt hve reglurnar eru
úreltar. Við erum hérna í miðju
Atlantshafinu og eigum að grípa
þau tækifæri sem gefast.
Hitt er svo annað mál að ís-
lenskar skipasmíðastöðvar þurfa
að líta í eigin barm og hyggja að
sínum vinnubrögðum. Ég hef
oft séð það gerast að skip kom í
slipp á ákveðnum tíma og þurfti
að bíða sólarhringum saman án
þess að nokkur sinnti því. Þetta
er auðvitað algjörlega ófært. ís-
lenskar skipasmíðastöðvar
þyrftu að hafa rýmri verka-
lýðslöggjöf til þess að geta mætt
auknu álagi með vaktavinnu. ís-
lendingar þurfa að temja sér
meiri þjónustulund."
DROFN
VIÐHALD SKIPA & FASTEIGNA
8 ÆGIR MAÍ 1994