Ægir - 01.05.1994, Blaðsíða 10
FYRSTA RAÐSMÍÐAVERKEFNIÐ
Fyrstu raðsmíöaskipin á íslandi, „Dísirnar". Þær voru
smíðaðar í Skipabraut ísafjarðar 1939, Bárður Tómasson
rak hana í áratugi
bækistöðvar sínar í Nel-
son. Þetta er eitt
stærsta útgerðarfyrir-
tæki á suðurhveli jarðar
sem ræður yfir 130
þúsund tonna bolfisk-
kvóta. Fyrirtækið hefur
átt fá skip sjálft heldur
reitt sig á útgerð leigu-
skipa en hyggst í vax-
andi mæli eignast skip.
Síðastliðið vor vann
Skipatækni stórt verk-
efni fyrir Seaiord sem
fólst í breytingum á
grænlenskum togara
sem fyrirtækiö keypti
og lét breyta í ísfisktog-
ara. Árið 1989 tók
Skipatækni ásamt tíu
öðrum hönnunarfyrir-
tækjum þátt í að gera
tillögur að hönnun nýs
hafrannsóknaskips fyrir
Nýsjálendinga og lenti
tillaga þeirra í öðru
sæti. Segja má að að-
eins sé tímaspursmál
hvenær farið verður að smíða skip eftir
íslenskri hönnun hinum megin á
hnettinum?
Allur heimurinn eitt
markaðstorg
„Þetta er hluti af okkar framtíð,"
segir Bárður. „Hingað á norðurhvel
jarðar er leitað eftir tækniþekkingu á
þessu sviði og nú er allur heimurinn
eitt markaðstorg. Nútímatækni hefur
gert að verkum að fjarlægðir skipta
ekki máli. Héðan fara teikningar fram
og til baka um tölvunet milli Noregs
og íslands oft á dag meðan Guðbjörgin
er í smíðum ytra. Allt gerist þetta á ör-
skotsstund og má einu gilda hvort það
er Noregur eða Nýja-Sjáland.
Ýmis sérhæfður búnaður sem ís-
lensk fyrirtæki hanna og framleiða get-
ur orðið útflutningsvara gegnum
skipahönnun og Skipatækni, gegnum
erlenda aðila, getur rutt brautina á
þessu sviði. Við getum bæði lært af því
besta erlendis á þessu sviði og miðlað
öðrum af þekkingu okkar."
Ættir og uppruni
En svo vikið sé að persónulegri mál-
efnum þá vaknar sú spurning hvers
vegna þetta fag, skipaverkfræði, hafi
orðið fyrir valinu hjá Bárði Hafsteins-
syni. Skýringin er kannski ættfræðilegs
eðlis. Móðir Bárðar var alin upp undir
handarjaðri Bárðar G. Tómassonar á
Isafirði sem var fyrsti skipatæknifræð-
ingur á íslandi en hann var náfrændi
hennar. Bárður Hafsteinsson ólst upp í
návígi við fagiö og fór að vinna í
Skipasmíðastöð Marsellíusar Bern-
harðssonar á ísafirði þegar hann hafði
aldur til.
„Ég varð stúdent frá MA 1965, fór
síðan í verkfræði í HÍ og þaðan í skipa-
verkfræði í Danmörku og lauk þaðan
prófi snemma árs 1972."
Segja má að síðan hafi Bárbur ekki
litiö upp úr skipateikningum og oft
fengið að upplifa þá sérstæðu tilfinn-
ingu að sjá kampavínsflösku brotna á
stefni skips sem hann hefur teiknað og
hannað frá grunni. Bárður segir það
vera afar ljúfar uppskerustundir og við-
urkennir að vinnan sé í
rauninni áhugamál líka
því á sunnudögum sé
sívinsælt að aka niður
að höfn og skoða skip.
Sú spurning vaknar
hvort Bárður Hafsteins-
son eigi sér arftaka fyrst
skipateikningar séu í
blóðinu. Hann viður-
kennir að einn þriggja
sona hans hafi þegar
hafið nám í verkfræði
þó of snemmt sé að
segja fyrir um til hvers
það leiðir.
Kynni af
fumherjanum
Bárður G. Tómasson
varð fyrstur íslendinga
til þess að afla sér
menntunar í skipaverk-
fræði. Hann ólst upp á
Kollafjarðarnesi í Stein-
grímsfirði og varð ung-
ur staðráðinn í að
verða skipasmibur.
Guðmundur Bárðarson móðurbróbir
hans á Kollafjarðarnesi var annálaður
bátasmibur og mikill hagleiksmaður.
Átján ára flutti Bárður til ísafjarðar og
vann einn vetur við skipasmíðar þar,
einkum viðgerðir. Hann sigldi til
náms í tréskipasmíði í Frederikshavn
haustið 1904 og lauk sveinsprófi það-
an ásamt framhaldsnámi í tækniskóla
árib 1908. Hann lauk síðan prófi í
skipatæknifræði frá Helsingör 1911.
Að námi loknu starfaöi hann sem
skipasmiður í Helsingör Skibsværft en
hélt síðan áfram námi í Sunderland í
Englandi og lauk prófi árib 1914. í
Sunderland hannaði Bárður fiskiskip
sem skyldi vera úr stáli og tré og má
teljast fyrsta raunhæfa hugmyndin ab
smíði íslensks stálskips þó smíði þess
yrði aldrei að veruleika.
Bárður settist að á ísafirði og rak
Skipabraut ísafjarðar, sem var dráttar-
braut og skipasmíðastöð, í áratugi. Þar
voru smíðuð tréskip og stundaðar við-
gerðir. Þar voru fyrst raðsmíðuð skip á
íslandi þegar fimm systurskip voru
1 0 ÆGIR MAÍ 1994