Ægir - 01.05.1994, Blaðsíða 14
Góður afli en lágt verð
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
Besta rekstrarár frá upphafi
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldi sjávarafurðir fyrir
21,2 milljarð króna árið 1993 og jókst verðmætið um 10%
milli ára. Fyrirtækin sem Sölumiðstöðin selur fyrir fram-
leiddu alls 102 þúsund tonn sem er 22% aukning frá fyrra
ári. Tæplega 600 miljóna króna hagnaður varð af rekstri SH
og dótturfyrirtækja þess og er þetta besta rekstrarniðurstaða
í ríflega 50 ára sögu félagsins.
Hagnaður af rekstri móðurfélagsins varð 227 milljónir
sem var ráðstafað þannig að 87 milljónir voru greiddar eig-
endum en 140 milljónir lagöar á endurgreiðslureikninga
þeirra.
Sé litið á einstakar tegundir varð mest aukning í karfa-
framleiðslu eða 75%. Skýringin á þessu er að SH tók að sér
sölu á afurðum erlendra frystitogara. Einnig varð aukning í
framleiðslu á þorski, ýsu, síld, loðnu og ýmsum flatfiskteg-
undum og 60% aukning í rækjuframleiðslu. Samdráttur
varb í ufsa, loðnuhrognum, steinbít og grálúðu.
Útgerðarfélag Akureyringa stób sig best einstakra fram-
leiðenda. Það framleiddi 12 þúsund tonn fyrir 2.736 millj-
ónir króna en Grandi í Reykjavík fylgdi fast á eftir með
11.200 tonn fyrir 2.030 milljónir.
SH annast nú sölu á afurðum 23 frystitogara en 10 þeirra
eru í eigu fyrirtækja innan SH.
Þróun verðs var framleiðendum ekki alls kostar hagstæð
á árinu en það hélst nokkuð stöðugt á Bandaríkjamarkaði
og staða dollars styrktist. Verð nær allra tegunda lækkaði á
Evrópumarkaði og t.d. lækkaöi verð á þorskflökum um
14-18% eftir löndum.
Landssamband ísl. útvegsmanna
Lægra verð, meiri afli
Verðlag á sjávarafurðum lækkaði um 10% SDR á árinu
1993. Botnfiskafli varð ögn meiri á árinu en áður eða 570
þúsund lestir en 599 þúsund lestir þegar tekið er tillit til afla
erlendra skipa og afla úr Smugunni í Barentshafi. Þorskafli
dróst verulega saman, fór úr 310 þúsund í 240 þúsund lest-
ir.
Gengi krónunnar var fellt um 7,5% á árinu og bætti það
afkomu sjávarútvegsins um 3,8% sem samt var rekinn meb
um 5% halla. Grundvallarvandi sjávarútvegsins felst, að
mati OECD, í of mikilli afkastagetu í greininni fremur en
rangri gengisskráningu.
Aflaverðmæti aflans úr Smugunni í Barentshafi var á
annan milljarð króna og er vaxandi áhugi á veiðum þar.
Ný blálöngumiö fundust á Franshól á suðvesturmörkum
lögsögu íslands. Rækjuveiðar á Flæmska hattinum gengu
vel.
ísfiskútfiutningur minnkabi á árinu. Alls voru flutt út 89
þúsund tonn, þar af 11 þúsund tonn af þorski og 8 þúsund
af ýsu.
Frystiskipum fjölgar enn og voru skrásett 24 ný fiskiskip
á árinu, þar af 7 stór fiskiskip sem öll eru búin til sjófryst-
ingar. Sjófrysting hefur gefið hærra afurðaverð en landfryst-
ing og aukna möguleika á úthafsveiðum.
Nú eru tvö skip í smíðum í Noregi fyrir íslendinga sem
bæði munu frysta um borð, annað rækju en hitt botnfisk.
Sölusamtök lagmetis
Staðan óbreytt að mestu
„í stuttu máli má segja að staðan sé lítið breytt frá fyrra
ári. Samkeppnisstaða lagmetisiðnaðarins er alls ekki góð en
hún hefur ekki versnað," sagði Rafn A. Sigurðsson, stjórn-
arformaöur Sölusamtaka lagmetis, í viðtali við Ægi. Á árinu
störfuðu sjö aðilar að framleiðslu á lagmeti til útflutnings.
Séu helstu tölur um lagmetisibnaðinn skoðaðar kemur í
ljós að fob-verðmæti útflutts lagmetis nam 1521 milljón
króna árið 1993 og varð örlítil aukning milli ára úr 1400
milljónum árið 1992.
„Síldin má heita algjörlega dottin út. í dag eru þetta ein-
göngu rækja og grásleppuhrogn sem framleidd eru," sagði
Rafn. Þessar tvær vörutegundir standa undir 85% af heildar-
verömæti framleiðslunnar.
„Þetta eru þær tvær tegundir sem upphaflega var samið
um í bókun 6 að skyldu njóta tollafríðinda inn í Evrópu-
sambandib. Við erum að nú að uppskera að hafa notið toll-
frelsis öll þessi ár."
85% framleiðslunnar fóru á Evrópumarkað líkt og árið
ábur en hrun fyrrum Sovétríkjanna haföi mjög afdrifaríkar
afleiöingar fyrir íslenskan lagmetisiðnaö því þar hrundu
einnig stærstu síldarmarkaðir okkar. Aö sögn Rafns komu á
síðasta ári nokkrar fyrirspurnir frá aðilum í fyrrum lýðveld-
um Sovétríkjanna og alls voru send 42 tonn þangaö á síð-
asta ári til reynslu. Engir stærri samningar hafa verið gerðir
og kvaðst Rafn ekki vera bjartsýnn á endurreisn þessa mark-
aðar í ljósi ótryggs efnahagsástands þar eystra.
Góbar horfur eru á aukinni sölu á niðursoðinni fisklifur
sem einkum var framleidd hjá Fiskanesi í Grindavík og seld-
ist vel. Samkeppnisstaða íslensks lagmetis á helstu mörkuð-
um er enn veik en þróunin hér hefur verið sú að útflutn-
ingsaðilum hefur fjölgað öfugt við þróunina erlendis. Þessu
fylgja undirboð og ab lokum samdráttur í útflutningi og
lægra afuröaverb.
„Horfurnar fyrir 1994 eru ekki sérlega góbar sérstaklega
14 ÆGIR MAÍ 1994